Álaborgarleikarnir sumarið 2019
Málsnúmer 201810146
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 11. fundur - 05.11.2018
Borist hefur boðskort á Álaborgarleikana 2019 dagana 30. júlí - 4. ágúst 2019.
Um er að ræða íþróttakeppni sem haldnir eru í vinabæ Norðurþings á fjögurra ára fresti. Íþróttafólk fætt árin 2003, 2004, 2005 og 2006 er galdgengt í keppni á leikunum og í boð eru eftirtaldar keppnisgreinar; golf, frjálsar íþróttir, hnit, körfuknattleikur, skylmingar, fútsal, handknattleikur, júdó, karate, knattspyrna, sund, borðtennis, tennis, þríþraut og fimleikar.
Um er að ræða íþróttakeppni sem haldnir eru í vinabæ Norðurþings á fjögurra ára fresti. Íþróttafólk fætt árin 2003, 2004, 2005 og 2006 er galdgengt í keppni á leikunum og í boð eru eftirtaldar keppnisgreinar; golf, frjálsar íþróttir, hnit, körfuknattleikur, skylmingar, fútsal, handknattleikur, júdó, karate, knattspyrna, sund, borðtennis, tennis, þríþraut og fimleikar.
Fjölskylduráð samþykkir að fela íþrótta- og tómstundafulltrúa að hafa samband við íþróttafélög í sveitarfélaginu og kanna áhuga iðkenda á þátttöku í leikunum.
Byggðarráð Norðurþings - 272. fundur - 15.11.2018
Fyrir byggðarráði liggur boð á Álaborgarleikana sem haldnir verða 30. júli til 4. ágúst 2019.
Byggðarráð þakkar boðið og leggur til að undirbúningur fyrir þátttöku í leikunum af hálfu Norðurþings verði hafinn.
Fjölskylduráð - 17. fundur - 17.12.2018
Iðkendur frá úr fimleikadeild Völsungs, sunddeild Völsungs og kylfingar úr GH hafa svarað erindi Norðurþings og sýnt því áhuga að fara á Álaborgarleikana sumarið 2019.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir þá skáningu sem komin er en um er að ræða forskráningu. 14 iðkendur og þjálfarar úr fimleikadeild Völsungs, sunddeild Völsungs og kylfingar úr Golfklúbbi Húsavíkur hafa sóst eftir að taka þátt. Norðurþing má senda allt að 25 keppendur á leikana.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að hefja undirbúning fyrir þátttöku í leikunum.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að hefja undirbúning fyrir þátttöku í leikunum.
Byggðarráð Norðurþings - 279. fundur - 31.01.2019
Álaborgarleikarnir verða haldnir 30. júlí til 4. ágúst n.k. og af því tilefni er tveimur aðilum úr stjórnsýslu sveitarfélagsins boðið í opinbera heimsókn á tímabilinu 1. - 4. ágúst. Skráningu skal vera lokið fyrir 1.febrúar.
Formaður byggðarráðs leggur til að sveitarstjóri og formaður byggðarráðs þiggi boðið fyrir hönd sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.