Fyrirspurn um vatnsrennibraut við sundlaug Húsavíkur
Málsnúmer 201811012
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 271. fundur - 08.11.2018
Bergur Elías Ágústsson hefur lagt fram fyrirspurn um vatnsrennibraut við sundlaug Húsavíkur
Óskað er eftir því að verksamningur vegna framkvæmdarinnar verði lagður fram og kostnaður sem þegar er áfallinn og áætlun um lok framkvæmda og heildar kostnað.
Þar sem rennibrautin er að mér skilst í gámum niður á bryggju er spurt um dagsetningu tollafgreiðslu og hvort einhver geymslugjöld séu til staðar frá því að brautin kom til landsins.
Ketill Gauti Árnason kemur á fundinn og gerir grein fyrir málinu.
Óskað er eftir því að verksamningur vegna framkvæmdarinnar verði lagður fram og kostnaður sem þegar er áfallinn og áætlun um lok framkvæmda og heildar kostnað.
Þar sem rennibrautin er að mér skilst í gámum niður á bryggju er spurt um dagsetningu tollafgreiðslu og hvort einhver geymslugjöld séu til staðar frá því að brautin kom til landsins.
Ketill Gauti Árnason kemur á fundinn og gerir grein fyrir málinu.
Helena Eydís Ingólfsdóttir leggur fram eftirfarandi tillögu:
Undirrituð gleðst yfir tilkomu vatnsrennibrautarinnar og þar með aukinni afþreyingu fyrir íbúa sveitarfélagsins. Vatnsrennibrautin á eftir að verða uppspretta óteljandi gleðistunda íbúa og gesta sveitarfélagsins, barna sem og fullorðinna. Þá legg ég til að haldin verði nafnasamkeppni þar sem rennibrautinni verði fundið nafn. Sveitarstjórn Norðurþings velji úr innsendum tillögum á sveitarstjórnarfundi í desember. Skilafrestur er til 7. desember og skal skila tillögum á netfangið nordurthing@nordurthing.is merktum "Rennibraut".
Verðlaun verði veitt fyrir það nafn sem fyrir valinu verður, vinningshafi fái að renna sér fyrstu ferðina í brautinni ásamt því að fá árskort í sundlaugina fyrir sig og fjölskyldu sína.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.