Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

271. fundur 08. nóvember 2018 kl. 08:30 - 12:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Guðbjartur Ellert Jónsson tók þátt í fundinum í gegnum síma.

1.Lista- og menningarsjóður september 2018

Málsnúmer 201808075Vakta málsnúmer

Á fundi fjölskylduráðs þann 24. september s.l. var staða Lista- og menningarsjóðs Norðurþings til umfjöllunar.
Staða sjóðsins er neikvæð og hefur stofnfé sjóðsins verið skert umfram það sem skipulagsskrá sjóðsins segir til um.
Úthlutað hefur verið úr sjóðnum árlega eins og skipulagsskrá sjóðsins segir til um og fé áætlað í sjóðinn árlega.
Taka þarf ákvörðun um hvernig eigi að fara með úthlutun úr sjóðnum sem á að vera í september samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins.

Einnig liggja fyrir nefndinni drög að endurskoðuðum reglum sjóðsins.

Á fundinum var bókað:
Fjölskylduráð beinir því til byggðarráðs að fjárhagsstaða lista og menningarsjóðs verði leiðrétt.
Fjölskylduráð samþykkir að fresta úthlutun úr sjóðnum þangað til að fjárhagstaða hans hefur verið leiðrétt.
Byggðarráð samþykkir að leiðrétta fjárhagsstöðu lista- og menningarsjóðs í fjárhagsáætlun ársins 2019 og að framlagið verði 2.000.000 í heild.

2.Allsherjar- og menntamálanefnd, til umsagnar frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna (ákvörðun matsverðs), 212. mál.

Málsnúmer 201810129Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna (ákvörðun matsverðs). Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

3.Allsherjar- og menntamálanefnd, til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru, 222. mál.

Málsnúmer 201810128Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

4.Atvinnuveganefnd Alþingis, til umsagnar tillaga til þingsályktunar til mótunar eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða, 20. mál.

Málsnúmer 201810134Vakta málsnúmer

Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

5.Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Málsnúmer 201811028Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins ásamt nýrri reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Reglugerðin er nú í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir Eyþings 2016-2018

Málsnúmer 201603019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 312. og 313. funda stjórnar Eyþings.
Lagt fram til kynningar.

7.Fjárbeiðni Stígamóta árið 2019

Málsnúmer 201811017Vakta málsnúmer

Stígamót óska eftir samstarfi um rekstur samtakanna og skora á sveitarstjórnarfólk að forgangsraða í þágu velferðar íbúanna og taka þátt í starfinu með samtökunum. Samtökin óska eftir fjárstuðningi vegna reksturs 2019.

Byggðarráð samþykkir að styrkja samtökin um 100.000 krónur.

8.Samantekt af samráðsfundi Eyþings og bréf til sveitarfélaga

Málsnúmer 201811010Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Eyþingi dagsett 26. október ásamt samantekt á brýnustu áhersluverkefnum Eyþings 2018-2022 sem unnin er af Alta.
Í bréfinu er farið yfir samþykktir af 312. fundi stjórnar Eyþings þar sem samantektinni er vísað til sveitarfélaga og jafnframt óskað eftir því að sveitarfélögin á Eyþingssvæðinu taki til umræðu hvert eigi að vera framtíðarhlutverk landshlutasamtakanna og að hugmyndir sem fram koma verði lagðar fram til umræðu á fulltrúaráðsfundinum 23. nóvember n.k.
Málinu er vísað til næsta fundar byggðarráðs.

9.AÞ ses. rekstraráætlun 2019

Málsnúmer 201811021Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur rekstraráætlun AÞ ses. ásamt skiptingu á framlögum aðildarsveitarfélaganna vegna rekstrarársins 2019.
Byggðarráð samþykkir framlagða áætlun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.

10.Boð á XI Umhverfisþing.

Málsnúmer 201811023Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur boð Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á Umhverfisþing sem haldið verður föstudaginn 9. nóvember 2018.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundarboð frá nefndasviðið Alþingis

Málsnúmer 201811022Vakta málsnúmer

Borist hefur fundarboð frá nefndasviði Alþingis á fund umhverfis- og samgöngunefndar þriðjudaginn 13. nóvember n.k. Til umfjöllunar er tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 -2023, 172. mál https://www.althingi.is/altext/149/s/0173.html, og tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2033, 173. mál https://www.althingi.is/altext/149/s/0174.html. Óskað er eftir staðfestingu á mætingu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara fundarboðinu.

12.Öxarfjörður í sókn - kynning á stöðu mála

Málsnúmer 201811026Vakta málsnúmer

Charlotta Englund verkefnisstjóri kemur á fundinn og fer yfir stöðu mála.
Byggðarráð þakkar Charlottu fyrir kynninguna.

13.Fullveldishátíð í tilefni 100 ára afmæli fullveldis Íslands.

Málsnúmer 201810141Vakta málsnúmer

Á fundi fjölskylduráðs Norðurþings þann 29. október s.l. var fjallað um fullveldishátíð í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands og leggur ráðið til að Norðurþing standi fyrir viðburði í tilefni 100 ára afmæli fullveldis Íslands.

Á fundinum var bókað:
Fjölskylduráð leggur til við byggðarráð að Norðurþing standi fyrir viðburði í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands þann 1. des. nk. og tekið verði tillit til þeirra viðburða sem nú þegar kunna hafa verið skipulagðir.
Byggðarráð samþykkir að veita fjármunum til hátíðarhaldanna í samvinnu við skólasamfélagið í Norðurþingi. Sveitarstjóra falið að kanna fjárþörf vegna hátíðarhaldanna og leggja fyrir byggðarráð í næstu viku.
Lagt er til að íbúum í Norðurþingi sem eiga uppruna í Tékklandi og Eistlandi sem einnig fagna 100 ára fullveldisafmæli á árinu verði sérstaklega boðin þátttaka í hátíðarhöldunum.

14.Samkomulag um fyrirkomulag skipulagsvinnu á Röndinni á Kópaskeri

Málsnúmer 201811029Vakta málsnúmer

Til umræðu eru drög að samkomulagi um fyrirkomulag skipulagsvinnu vegna mögulegrar fiskeldisstarfsemi á Kópaskeri á vegum Fiskeldis Austfjarða hf.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og felur sveitarstjóra undirritun þess fyrir hönd sveitarfélagsins.

15.Stefnumótun fyrir Orkuveitu Húsavíkur ohf

Málsnúmer 201809043Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur þann 13. september s.l. lagði Bergur Elías Ágústsson fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að stjórn Orkuveita Húsavíkur ohf. vinni nýja stefnumótun fyrir OH ohf. til næstu fimm til tíu árin. Einnig er lagt til að samráðshópur með fulltrúum allra flokka í sveitarstjórn Norðurþings skipi fulltrúa í framangreinda vinnu ásamt stjórn félagsins. Tillögur samráðshópsins verið síðan bornar undir stjórn OH ohf. og eiganda hennar til samþykktar.

Greinargerð
Í framangreindir vinnu verði lögð áhersla eftirfarandi þætti;
Framtíðarsýn - hvert stefnir fyrirtækið.
Viðskipta- og Samkeppnisstefnu.
Rekstrarstefnu - fjármála sem og innra starf (starfsmanna- og öryggisstefnu)
Fjárfestingarstefnu - fyrir stærri fjárfestingarverkefni félagsins.

Eðlilegt er að endurgerð stefnu OH ehf sé að mörgu leyti byggð á þeirri stefnu sem samþykkt var af stjórn OH ehf og eiganda hennar. Ákaflega mikilvægt er að við þessa vinnu verði farið yfir eftirfylgni stjórnar á gildandi stefnu, sem takmarkar veigamiklar ákvarðannir stjórnar án samþykki eiganda félagsins, enda um opinbert hlutafélag að ræða og miklir fjárhagslega hagsmunir í húfi. Í þessu samhengi er mikilvægt, lærdómsins vegna, að draga fram hvort stjórn hafi farið eftir þeirri stefnu sem ákveðin var af eiganda félagsins. Sérstaka áherslu er vert að leggja á rekstrarstefnu (fjármál, starfsmannamál og öryggisstefnu) og hvort fjárfestingastefnu félagsins hafi verið fylgt eftir samkvæmt þeim leikreglum sem gildandi fjárfestingastefna kveður á um.

Á fundinum var bókað:
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur framkvæmdastjóra að senda beiðni til byggðaráðs Norðurþings þar sem óskað er eftir að myndaður verði starfshópur um endurskoðun á stefnum Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Guðbjartur Ellert Jónsson vék af fundi kl. 11:13.

Byggðarráð vísar tillögunni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

16.Fyrirspurn um málefni leigufélags Hvamms

Málsnúmer 201811011Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson óskar eftir því að eftirfarandi mál verði tekinn á dagskrá á næsta fundi byggðarráðs.

Málefni leigufélagsins Hvamms.

Óskað er eftir því að fyrir fundinn liggi útgönguspá fyrir árið 2018 og rekstraráætlun fyrir 2019 sem inniheldur rekstrarreikning, efnahagsreikning og sjóðsstreymisáætlun.



Málið verður tekið fyrir aftur á næsta fundi byggðarráðs.

17.Fyrirspurn um launakostnað stjórnenda í stjórnsýslu Norðurþings

Málsnúmer 201810142Vakta málsnúmer

Guðbjartur Ellert Jónsson hefur lagt fram fyrirspurn um launakostnað stjórnenda í stjórnsýslu Norðurþings. Sæl
Ég óska eftir að eftirfarandi upplýsingar verði teknar saman og lagðar fyrir byggðaráð.

Þær upplýsingar sem óskað er eftir eru;

Launakostnaður stjórnenda stjórnsýslu Norðurþings. Um er að ræða fjármálastjóra, stjórnendur í fjölskylduráði þ.e. félagsmálastjóra, íþrótta og æskulýðsfullrúa og skólafulltrúa. Í framkvæmdaráði eru það skipulags- og byggingafulltrúi, framkvæmda- og þjónustufulltrúi ásamt Hafnastjóra. Að lokum er það garðyrkju- og umhverfisstjóri.

Laun og launakostnaður á mánuði ásamt samanteknum launakostnaðu síðustu 9 til 10 mánuði.


Lagt fram til kynningar.

18.Fyrirspurn um vatnsrennibraut við sundlaug Húsavíkur

Málsnúmer 201811012Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson hefur lagt fram fyrirspurn um vatnsrennibraut við sundlaug Húsavíkur

Óskað er eftir því að verksamningur vegna framkvæmdarinnar verði lagður fram og kostnaður sem þegar er áfallinn og áætlun um lok framkvæmda og heildar kostnað.

Þar sem rennibrautin er að mér skilst í gámum niður á bryggju er spurt um dagsetningu tollafgreiðslu og hvort einhver geymslugjöld séu til staðar frá því að brautin kom til landsins.

Ketill Gauti Árnason kemur á fundinn og gerir grein fyrir málinu.
Lagt fram til kynningar.

Helena Eydís Ingólfsdóttir leggur fram eftirfarandi tillögu:

Undirrituð gleðst yfir tilkomu vatnsrennibrautarinnar og þar með aukinni afþreyingu fyrir íbúa sveitarfélagsins. Vatnsrennibrautin á eftir að verða uppspretta óteljandi gleðistunda íbúa og gesta sveitarfélagsins, barna sem og fullorðinna. Þá legg ég til að haldin verði nafnasamkeppni þar sem rennibrautinni verði fundið nafn. Sveitarstjórn Norðurþings velji úr innsendum tillögum á sveitarstjórnarfundi í desember. Skilafrestur er til 7. desember og skal skila tillögum á netfangið nordurthing@nordurthing.is merktum "Rennibraut".

Verðlaun verði veitt fyrir það nafn sem fyrir valinu verður, vinningshafi fái að renna sér fyrstu ferðina í brautinni ásamt því að fá árskort í sundlaugina fyrir sig og fjölskyldu sína.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

19.Fyrirspurn um samninga vegna Höfða 24c og Fiskifjöru 1

Málsnúmer 201811005Vakta málsnúmer

Guðbjartur Ellert Jónsson hefur óskað eftir upplýsingum um samninga sveitarfélagsins vegna sölu á Höfða 24c sem er sameign Norðurþings og Leikfélags Húsavíkur og samning um kaup á iðnaðarbili í nýju skemmunni sunnan rækjunnar ásamt samningi um breytingu/innréttingu á þeirri eign.

Nánar tiltekið er óskað eftir:
1. Kynningu á sölusamningi vegna Höfða 24c. - hvernig stendur hann.
2. Kynning á kaupsamningi um nýja rýmið sunnan rækjunnar.
3. Hvert var kostnaðarmatið við innréttingu á nýja bilinu og í hver er raunkostnaðurinn.

Ketill Gauti Árnason kemur á fundinn og gerir grein fyrir málinu.
Lagt fram til kynningar.

20.Drög að samkomulagi um starfsemi Húsavíkurstofu 2019-2021

Málsnúmer 201810113Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur samningur milli Húsavíkurstofu og Norðurþings sem gerður er til tveggja ára. Samningurinn hefur það að leiðarljósi að Húsavíkurstofa vinni að því að Norðurþing sé eftisóttur áfangastaður allt árið um kring.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum sem verður lagður til staðfestingar á næsta sveitarstjórnarfundi ásamt tillögum að fulltrúum sveitarfélagsins í stjórn Húsavíkurstofu.

21.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2019

Málsnúmer 201805247Vakta málsnúmer

Áframhaldandi umræður um fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri kom á fundinn og fór yfir áætlun hafnasjóðs Norðurþings. Byggðarráð þakkar honum yfirferðina. Fjármálastjóri fór yfir breytingar á forsendum og uppfærða tekjuáætlun.

Fundi slitið - kl. 12:00.