Erindi frá foreldrum grunnskólabarna á Raufarhöfn um samstarf Grunnskóla
Málsnúmer 201811065
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 13. fundur - 19.11.2018
Foreldrar barna við eldri deild grunnskólans á Raufarhöfn óska eftir því að komið verði á formlegu samstarfi Grunnskóla Raufarhafnar, Grunnskóla Þórshafnar og Öxarfjarðarskóla fyrir nemendur eldri deildar.
Ráðið samþykkir að fela fræðslufulltrúa að kanna áhuga á samstarfi á milli skólanna og mögulegar útfærslur þess meðal stjórnenda Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla. Einnig að kanna áhuga Langanesbyggðar á þátttöku í samstarfinu. Fræðslufulltrúi leggi fram niðurstöður fyrir næsta fund fjölskylduráðs í tengslum við umræður um fjárhagsáætlun sviðsins.
Fjölskylduráð þakkar foreldrum fyrir erindið.