Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun Menningarmála 2019
Málsnúmer 201811045Vakta málsnúmer
Fjármálastjóri kemur til fundarins og fer yfir fjárhagsáætlun menningarmála 2019.
Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri mætti til fundar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun menningarmála 2019.
Fjölskylduráð þakkar Drífu fyrir kynninguna.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun menningarmála 2019.
Fjölskylduráð þakkar Drífu fyrir kynninguna.
2.Fjárhagsáætlun Félagslegra íbúða 2019
Málsnúmer 201811046Vakta málsnúmer
Fjármálastjóri kemur til fundarins og fer yfir fjárhagsáætlun félagslegra íbúða 2019.
Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri mætti til fundar. Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun félagslegra íbúða 2019.
Fjölskylduráð þakkar Drífu fyrir kynninguna.
Fjölskylduráð þakkar Drífu fyrir kynninguna.
3.Erindi frá foreldrum grunnskólabarna á Raufarhöfn um samstarf Grunnskóla
Málsnúmer 201811065Vakta málsnúmer
Foreldrar barna við eldri deild grunnskólans á Raufarhöfn óska eftir því að komið verði á formlegu samstarfi Grunnskóla Raufarhafnar, Grunnskóla Þórshafnar og Öxarfjarðarskóla fyrir nemendur eldri deildar.
Fræðslufulltrúi gerði grein fyrir erindinu og ræddi fjölskylduráð málefni sem tengjast því.
Ráðið samþykkir að fela fræðslufulltrúa að kanna áhuga á samstarfi á milli skólanna og mögulegar útfærslur þess meðal stjórnenda Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla. Einnig að kanna áhuga Langanesbyggðar á þátttöku í samstarfinu. Fræðslufulltrúi leggi fram niðurstöður fyrir næsta fund fjölskylduráðs í tengslum við umræður um fjárhagsáætlun sviðsins.
Fjölskylduráð þakkar foreldrum fyrir erindið.
Ráðið samþykkir að fela fræðslufulltrúa að kanna áhuga á samstarfi á milli skólanna og mögulegar útfærslur þess meðal stjórnenda Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla. Einnig að kanna áhuga Langanesbyggðar á þátttöku í samstarfinu. Fræðslufulltrúi leggi fram niðurstöður fyrir næsta fund fjölskylduráðs í tengslum við umræður um fjárhagsáætlun sviðsins.
Fjölskylduráð þakkar foreldrum fyrir erindið.
4.Lista- og menningarsjóður september 2018
Málsnúmer 201808075Vakta málsnúmer
Á 271. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkir að leiðrétta fjárhagsstöðu lista- og menningarsjóðs í fjárhagsáætlun ársins 2019 og að framlagið verði 2.000.000 í heild.
Byggðarráð samþykkir að leiðrétta fjárhagsstöðu lista- og menningarsjóðs í fjárhagsáætlun ársins 2019 og að framlagið verði 2.000.000 í heild.
Fjölskylduráð fagnar því að fjárhagstaða lista- og menningarsjóðs Norðurþings verði leiðrétt. Staða sjóðsins er með þeim hætti að ekki er unnt að úthluta frekar úr sjóðnum á árinu 2018.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á úthlutunarreglum og skipulagsskrá lista- og menningarsjóðs Norðurþings og felur íþrótta-og tómstundafulltrúa að kynna nýjar úthlutunarreglur fyrir næstu áramót og birta á vefsíðu Norðurþings.
Fjölskylduráð vísar úthlutunarreglunum og skipulagsskrá til sveitarstjórnar til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi breytingar á úthlutunarreglum og skipulagsskrá lista- og menningarsjóðs Norðurþings og felur íþrótta-og tómstundafulltrúa að kynna nýjar úthlutunarreglur fyrir næstu áramót og birta á vefsíðu Norðurþings.
Fjölskylduráð vísar úthlutunarreglunum og skipulagsskrá til sveitarstjórnar til samþykktar.
5.Frístund allt árið
Málsnúmer 201811066Vakta málsnúmer
Til umræðu er fyrirkomulag á frístundarvistun á Húsavík.
Fulltrúar meirihluta í fjölskylduráði leggja til að frá og með árinu 2019 verði frístund fyrir nemendur 1.-4. bekkjar í boði allt árið á Húsavík.
Frá því að skóla lýkur að vori og þar til hann hefst aftur að hausti verði boðið upp á 4 klst. vistun alla virka daga að undanskildum 4 vikum fyrir verslunarmannahelgi til samræmis við sumarlokun leikskóla.
Nemendur sem lokið hafa 4. bekk eigi kost á vistun fram að sumarleyfi frístundar og nemendur sem eru að hefja skólagöngu í grunnskóla eigi kost á vistun að loknu sumarleyfi frístundar.
Gert hefur verið ráð fyrir framangreindum breytingum á starfsemi frístundar við gerð fjárhagsáætlunar sviðsins fyrir árið 2019.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falin nánari útfærsla í samstarfi við forstöðumann frístundar. Þá er því beint til þeirra að tekið skuli tillit til annars frístundastarfs barna við ákvörðun á vistunartíma.
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða.
Frá því að skóla lýkur að vori og þar til hann hefst aftur að hausti verði boðið upp á 4 klst. vistun alla virka daga að undanskildum 4 vikum fyrir verslunarmannahelgi til samræmis við sumarlokun leikskóla.
Nemendur sem lokið hafa 4. bekk eigi kost á vistun fram að sumarleyfi frístundar og nemendur sem eru að hefja skólagöngu í grunnskóla eigi kost á vistun að loknu sumarleyfi frístundar.
Gert hefur verið ráð fyrir framangreindum breytingum á starfsemi frístundar við gerð fjárhagsáætlunar sviðsins fyrir árið 2019.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falin nánari útfærsla í samstarfi við forstöðumann frístundar. Þá er því beint til þeirra að tekið skuli tillit til annars frístundastarfs barna við ákvörðun á vistunartíma.
Fjölskylduráð samþykkir samhljóða.
6.Frístundastyrkir 2019
Málsnúmer 201811067Vakta málsnúmer
Til umræðu eru frístundastyrkir til barna og ungmenna fyrir árið 2019.
Fjölskylduráð samþykkir að frístundastyrkir barna verði hækkaðir úr 6.000 kr. í 10.000 kr. frá og með 1. janúar næstkomandi.
Með þessu vill ráðið stuðla að aukinni þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu frístundastarfi sem að mati ráðsins hefur mikið gildi þegar kemur að forvörnum, góðri heilsu og velferð barna og ungmenna. Gert hefur verið ráð fyrir hækkuninni í fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2019.
Með þessu vill ráðið stuðla að aukinni þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu frístundastarfi sem að mati ráðsins hefur mikið gildi þegar kemur að forvörnum, góðri heilsu og velferð barna og ungmenna. Gert hefur verið ráð fyrir hækkuninni í fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2019.
Fundi slitið - kl. 14:45.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið
3.
Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir lið 1-2.