Páll Kristjánsson hefur óskað eftir fundi með Orkuveitu Húsavíkur vegna ýmisa mála er varða GPG Seafood.
Forsvarsmenn GPG Seafood komu á fundinn og ræddu veitutengd mál sem tengjast fyrirtækinu og mögulegar framtíðarlausnir á eldri vandamálum. Fyrir liggur að OH mun í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu, skoða lausnir tengdum fráveitukerfum húsa sem staðsett eru á sunnanverðri hafnarstétt til þess að fyrirbyggja vandamál sem m.a. tengjast sjávarstöðu.
Tjóni vegna hreinsunar á lögnum í kjölfar bilunar á kaldavatnslögn er vísað til afgreiðslu hjá tryggingafélagi OH.
Reikningur vegna hreinsunar fráveitukerfis verður felldur niður að þessu sinni en farið er fram á það við GPG Seafood að verklag við hreinsun á segulsíum og ristum verði endurskoðað og lagfært þannig að óæskilegir aðskotahlutir endi ekki í fráveitukerfum Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Öðrum kröfum á hendur Orkveitu Húsavíkur ohf. er hafnað.
Fyrir liggur að OH mun í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu, skoða lausnir tengdum fráveitukerfum húsa sem staðsett eru á sunnanverðri hafnarstétt til þess að fyrirbyggja vandamál sem m.a. tengjast sjávarstöðu.
Tjóni vegna hreinsunar á lögnum í kjölfar bilunar á kaldavatnslögn er vísað til afgreiðslu hjá tryggingafélagi OH.
Reikningur vegna hreinsunar fráveitukerfis verður felldur niður að þessu sinni en farið er fram á það við GPG Seafood að verklag við hreinsun á segulsíum og ristum verði endurskoðað og lagfært þannig að óæskilegir aðskotahlutir endi ekki í fráveitukerfum Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Öðrum kröfum á hendur Orkveitu Húsavíkur ohf. er hafnað.