Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf

186. fundur 28. desember 2018 kl. 13:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Bergur Elías Ágústsson varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmdastjóri
Dagskrá
Jón Steindór Árnason, stjórnarformaður Sjóbaða ehf sat fundinn undir fundarlið nr. 1.
Páll Kristjánsson, Gunnlaugur Karl Hreinsson og Karl V. Halldórsson sátu fundinn undir lið nr. 2.

1.Gjaldskrá vegna HU-01 og FE-01

Málsnúmer 201807101Vakta málsnúmer

Jón Steindór Árnason, stjórnarformaður Sjóbaða ehf ræðir samningsdrög um vatnssölu Orkuveitu Húsavíkur til félagsins.
Fyrir stjórn OH liggur samkomulag milli Orkuveitu Húsavíkur ohf. og Sjóbaða ehf.
Samkomulagið fjallar um tengingu Sjóbaða við veitukerfi OH, frárennsli, lagnir og dælubúnað, sölu og afhendingarskilmála á heitu og köldu vatni.
Stórn felur framkvæmdastjóra að undirrita samninginn fh. Orkuveitu Húsavíkur ohf. með þeim breytingum sem samþykktar voru og varða endurgreiðslutíma stofnkostnaðar.
Samningurinn verður tekinn til endurskoðunar að ári liðnu.

2.Málefni tengd GPG Seafood

Málsnúmer 201812087Vakta málsnúmer

Páll Kristjánsson hefur óskað eftir fundi með Orkuveitu Húsavíkur vegna ýmisa mála er varða GPG Seafood.
Forsvarsmenn GPG Seafood komu á fundinn og ræddu veitutengd mál sem tengjast fyrirtækinu og mögulegar framtíðarlausnir á eldri vandamálum.
Fyrir liggur að OH mun í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu, skoða lausnir tengdum fráveitukerfum húsa sem staðsett eru á sunnanverðri hafnarstétt til þess að fyrirbyggja vandamál sem m.a. tengjast sjávarstöðu.

Tjóni vegna hreinsunar á lögnum í kjölfar bilunar á kaldavatnslögn er vísað til afgreiðslu hjá tryggingafélagi OH.

Reikningur vegna hreinsunar fráveitukerfis verður felldur niður að þessu sinni en farið er fram á það við GPG Seafood að verklag við hreinsun á segulsíum og ristum verði endurskoðað og lagfært þannig að óæskilegir aðskotahlutir endi ekki í fráveitukerfum Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Öðrum kröfum á hendur Orkveitu Húsavíkur ohf. er hafnað.

3.Raufarhöfn Varmadæla - íþróttamiðstöð/skóli

Málsnúmer 201608149Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð hefur vísað hugmydum um varmadæluvæðingu skóla og íþróttamiðstöðvar á Raufarhöfn til Orkuveitu Húsavíkur til skoðunar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. tekur vel í hugmyndir um uppsetningu varmadælu við skóla og íþróttamiðstöð á Raufarhöfn.
Orkuveita Húsavíkur ohf. vinnur eftir samþykktum félagsins og eigandans þar sem gerð er lágmarkskrafa um ávöxtun tengdum fjárfestingaverkefnum.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að óska eftir samkomulagi við sveitarfélagið Norðurþing um aðkomu að verkefninu.

Fundi slitið - kl. 17:00.