Gjaldskrá vegna HU-01 og FE-01
Málsnúmer 201807101
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 180. fundur - 27.07.2018
Fyrir liggur tillaga Sjóbaða ehf að uppsetningu bráðabirgðagjaldskrár til tveggja ára vegna nýtingar vatns úr holum HU-01 og FE-01.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 181. fundur - 13.09.2018
Ekki hafa borist formleg viðbrögð við þeim samningsdrögum sem lögð voru fyrir stjórnarfund Sjóbaða ehf varðandi vatnssölu og endurgreiðslu stofnkostnaðar.
Mögulega þarf að leggja upp með aðra aðferðafræði við samningsgerð en gert var ráð fyrir í fyrra uppleggi.
Mögulega þarf að leggja upp með aðra aðferðafræði við samningsgerð en gert var ráð fyrir í fyrra uppleggi.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf leggur áherslu á að samningur við Sjóböð ehf verði kláraður hið fyrsta og að samskipti vegna hans verði á rekjanlegan hátt.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 185. fundur - 19.12.2018
Á síðasta fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf., var óskað eftir nærveru stjórnarformanns og framkvæmdastjóra Sjóbaða ehf. á næsta stjórnarfundi OH.
Jón S. Árnason, stjórnarformaður Sjóbaða ehf. mun fara yfir samningsdrög milli aðila um vatnssölu.
Jón S. Árnason, stjórnarformaður Sjóbaða ehf. mun fara yfir samningsdrög milli aðila um vatnssölu.
Málinu er frestað þar sem stjórnarformaður Sjóbaða ehf. komst ekki á fundinn af óviðráðanlegum orsökum.
Framkvæmdastjóra OH falið að koma á fundi milli aðila fyrir áramót svo ganga megi frá samningi um vatnssölu áður en gjaldtaka hefst.
Framkvæmdastjóra OH falið að koma á fundi milli aðila fyrir áramót svo ganga megi frá samningi um vatnssölu áður en gjaldtaka hefst.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 186. fundur - 28.12.2018
Jón Steindór Árnason, stjórnarformaður Sjóbaða ehf ræðir samningsdrög um vatnssölu Orkuveitu Húsavíkur til félagsins.
Fyrir stjórn OH liggur samkomulag milli Orkuveitu Húsavíkur ohf. og Sjóbaða ehf.
Samkomulagið fjallar um tengingu Sjóbaða við veitukerfi OH, frárennsli, lagnir og dælubúnað, sölu og afhendingarskilmála á heitu og köldu vatni.
Stórn felur framkvæmdastjóra að undirrita samninginn fh. Orkuveitu Húsavíkur ohf. með þeim breytingum sem samþykktar voru og varða endurgreiðslutíma stofnkostnaðar.
Samningurinn verður tekinn til endurskoðunar að ári liðnu.
Samkomulagið fjallar um tengingu Sjóbaða við veitukerfi OH, frárennsli, lagnir og dælubúnað, sölu og afhendingarskilmála á heitu og köldu vatni.
Stórn felur framkvæmdastjóra að undirrita samninginn fh. Orkuveitu Húsavíkur ohf. með þeim breytingum sem samþykktar voru og varða endurgreiðslutíma stofnkostnaðar.
Samningurinn verður tekinn til endurskoðunar að ári liðnu.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 201. fundur - 22.01.2020
Skv. samningi hefur verðskrá vatnsgjalda Sjóbaða ehf vegna nýtingar vatns úr holum HU-01 og FE-01 til reksturs baðaðstöðu á Höfða, verið endurskoðuð og uppfærð m.v. raunnotkun vatns árið 2019.
Framkvæmdastjóri fór yfir forsendur vatnsgjalda Sjóbaða ehf eftir yfirferð verðskrár m.t.t. raunnotkunar vatns eftir fyrsta rekstrarár félagsins.
Sá samningur innihaldi fastar, mánaðarlegar greiðslur til þess að mæta rekstri veitukerfa fyrir Sjóböðin.
Gert verði ráði fyrir að samningaviðræður til lengri tíma skulu hefjast í janúar 2020 og að endanlegur samningur liggi fyrir í september 2020.