Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson sat fundinn undir fundarlið nr. 7
1.Gjaldskrá vegna HU-01 og FE-01
Málsnúmer 201807101Vakta málsnúmer
Ekki hafa borist formleg viðbrögð við þeim samningsdrögum sem lögð voru fyrir stjórnarfund Sjóbaða ehf varðandi vatnssölu og endurgreiðslu stofnkostnaðar.
Mögulega þarf að leggja upp með aðra aðferðafræði við samningsgerð en gert var ráð fyrir í fyrra uppleggi.
Mögulega þarf að leggja upp með aðra aðferðafræði við samningsgerð en gert var ráð fyrir í fyrra uppleggi.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf leggur áherslu á að samningur við Sjóböð ehf verði kláraður hið fyrsta og að samskipti vegna hans verði á rekjanlegan hátt.
2.Áætlun um úrbætur í fráveitumálum 2018
Málsnúmer 201809004Vakta málsnúmer
Í fyrrahaust gaf Umhverfisstofnun út skýrslu með samantekt um stöðu fráveitumála í landinu fyrir árið 2014 sem byggir á upplýsingum frá heilbrigðisnefndum og er gerð skv. gr. 28 í reglugerð um fráveitur og skólp.
Í þeirri grein segir m.a. að Umhverfistofnun skuli leita eftir tillögum sveitarstjórna telji stofnunin, eftir að leitað hefur verið eftir áliti umsagnaraðila, að úrbóta sé þörf.
Umhverfisstofnun fer nú fram á slíkar upplýsingar frá Norðurþingi og þar sem farið er fram á að sveitarfélagið geri grein fyrir tillögum/áætlunum sínum um að koma frárennslismálum þéttbýla í það horf að þau uppfylli ákvæði reglugerðar um fráveitur og skólp.
Í þeirri grein segir m.a. að Umhverfistofnun skuli leita eftir tillögum sveitarstjórna telji stofnunin, eftir að leitað hefur verið eftir áliti umsagnaraðila, að úrbóta sé þörf.
Umhverfisstofnun fer nú fram á slíkar upplýsingar frá Norðurþingi og þar sem farið er fram á að sveitarfélagið geri grein fyrir tillögum/áætlunum sínum um að koma frárennslismálum þéttbýla í það horf að þau uppfylli ákvæði reglugerðar um fráveitur og skólp.
Sjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf felur framkvæmdastjóra að svara erindi Umhverfisstofnunar á grundvelli skýrslu sem gerð hefur verið um framtíðarskipulag fráveitumála á Húsavík.
3.Stefnumótun fyrir Orkuveitu Húsavíkur ohf
Málsnúmer 201809043Vakta málsnúmer
Stefnumótun fyrir Orkuveitu Húsavíkur ofh.
Bergur Elías Ágústsson leggur fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að stjórn Orkuveita Húsavíkur ohf vinni nýja stefnumótun fyrir OH ohf til næstu fimm til tíu árin. Einnig er lagt til að samráðshópur með fulltrúum allra flokka í sveitarstjórn Norðurþings skipi fulltrúa í framangreinda vinnu ásamt stjórn félagsins. Tillögur samráðshópsins verið síðan bornar undir stjórn OH ehf og eiganda hennar til samþykktar.
Greinargerð
Í framangreindir vinnu verði lögð áhersla eftirfarandi þætti;
Framtíðarsýn - hvert stefnir fyrirtækið.
Viðskipta- og Samkeppnisstefnu.
Rekstrarstefnu - fjármála sem og innra starf (starfsmanna- og öryggisstefnu)
Fjárfestingarstefnu - fyrir stærri fjárfestingarverkefni félagsins.
Eðlilegt er að endurgerð stefnu OH ehf sé að mörgu leyti byggð á þeirri stefnu sem samþykkt var af stjórn OH ehf og eiganda hennar. Ákaflega mikilvægt er að við þessa vinnu verði farið yfir eftirfylgni stjórnar á gildandi stefnu, sem takmarkar veigamiklar ákvarðannir stjórnar án samþykki eiganda félagsins, enda um opinbert hlutafélag að ræða og miklir fjárhagslega hagsmunir í húfi. Í þessu samhengi er mikilvægt, lærdómsins vegna, að draga fram hvort stjórn hafi farið eftir þeirri stefnu sem ákveðin var af eiganda félagsins. Sérstaka áherslu er vert að leggja á rekstrarstefnu (fjármál, starfsmannamál og öryggisstefnu) og hvort fjárfestingastefnu félagsins hafi verið fylgt eftir samkvæmt þeim leikreglum sem gildandi fjárfestingastefna kveður á um.
Bergur Elías Ágústsson leggur fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að stjórn Orkuveita Húsavíkur ohf vinni nýja stefnumótun fyrir OH ohf til næstu fimm til tíu árin. Einnig er lagt til að samráðshópur með fulltrúum allra flokka í sveitarstjórn Norðurþings skipi fulltrúa í framangreinda vinnu ásamt stjórn félagsins. Tillögur samráðshópsins verið síðan bornar undir stjórn OH ehf og eiganda hennar til samþykktar.
Greinargerð
Í framangreindir vinnu verði lögð áhersla eftirfarandi þætti;
Framtíðarsýn - hvert stefnir fyrirtækið.
Viðskipta- og Samkeppnisstefnu.
Rekstrarstefnu - fjármála sem og innra starf (starfsmanna- og öryggisstefnu)
Fjárfestingarstefnu - fyrir stærri fjárfestingarverkefni félagsins.
Eðlilegt er að endurgerð stefnu OH ehf sé að mörgu leyti byggð á þeirri stefnu sem samþykkt var af stjórn OH ehf og eiganda hennar. Ákaflega mikilvægt er að við þessa vinnu verði farið yfir eftirfylgni stjórnar á gildandi stefnu, sem takmarkar veigamiklar ákvarðannir stjórnar án samþykki eiganda félagsins, enda um opinbert hlutafélag að ræða og miklir fjárhagslega hagsmunir í húfi. Í þessu samhengi er mikilvægt, lærdómsins vegna, að draga fram hvort stjórn hafi farið eftir þeirri stefnu sem ákveðin var af eiganda félagsins. Sérstaka áherslu er vert að leggja á rekstrarstefnu (fjármál, starfsmannamál og öryggisstefnu) og hvort fjárfestingastefnu félagsins hafi verið fylgt eftir samkvæmt þeim leikreglum sem gildandi fjárfestingastefna kveður á um.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur felur framkvæmdastjóra að senda beiðni til byggðaráðs Norðurþings þar sem óskað er eftir að myndaður verði starfshópur um endurskoðun á stefnum Orkuveitu Húsavíkur ohf.
4.Þjónustu- og vörukaup OH
Málsnúmer 201809045Vakta málsnúmer
Lagt fyrir stjórn yfirlit yfir aðila sem OH ohf hefur keypt þjónustu/vörur af fyrir meira en eina milljón króna, sundurliðað fyrir árin 2015, 2016, 2017 og það sem af er árinu 2018.
Lagt fram til kynningar.
5.Fjárhagsáætlun OH 2019
Málsnúmer 201809042Vakta málsnúmer
Hefja þarf vinnu við fjárhagsáætlunargerð fyrir rekstrarárið 2019.
Lagt var fram rekstraryfirlit fyrir rekstur Orkuveitu Húsavíkur ohf sem byggt er á rekstri fyrstu 7 mánuða ársins.
Stjórn OH mun á næsta fundi fara yfir stöðu framkvæmda og reksturs og hefja undirbúning að starfsáætlun, þ.m.t. viðhalds- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2019.
Stjórn OH mun á næsta fundi fara yfir stöðu framkvæmda og reksturs og hefja undirbúning að starfsáætlun, þ.m.t. viðhalds- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2019.
6.Hitaveita í Kelduhverfi
Málsnúmer 201508077Vakta málsnúmer
Kynning á stöðu undirbúnings verkefnis sem snýr að lagningu hitaveitu í Kelduhverfi.
Lagt fram til kynningar.
7.Hitaveita á Tjörnesi
Málsnúmer 201809047Vakta málsnúmer
Undanfarin ár hefur hreppsnefnd Tjörneshrepps unnið að því að leggja hitaveitu í hreppinn. Tilraunaboranir áttu sér stað haustið 2017 og lofuðu þær góðu.
Næsta skref í málinu verður að ráðast í borun vinnsluholu í Hallbjarnarstaðagili, en það er sá staður sem kom best út við áðurnefndar tilraunaboranir.
Hreppsnefnd Tjörneshrepps óskar eftir því við stjórn Orkuveitu Húsavíkur að hefja viðræður um samstarf um þessa framkvæmd.
Næsta skref í málinu verður að ráðast í borun vinnsluholu í Hallbjarnarstaðagili, en það er sá staður sem kom best út við áðurnefndar tilraunaboranir.
Hreppsnefnd Tjörneshrepps óskar eftir því við stjórn Orkuveitu Húsavíkur að hefja viðræður um samstarf um þessa framkvæmd.
Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson, oddviti Tjörneshrepps fór yfir málið og skýrði stöðu verkefnisins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur lýsir yfir áhuga á samstarfi um verkefnið og felur framkvæmdastjóra að afla frekari gagna í málinu og leggja fyrir stjórn OH þegar þau liggja fyrir.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur lýsir yfir áhuga á samstarfi um verkefnið og felur framkvæmdastjóra að afla frekari gagna í málinu og leggja fyrir stjórn OH þegar þau liggja fyrir.
Fundi slitið - kl. 14:45.