Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
Jónas Einarsson sat fundinn undir fundarliðum 1 og 2.
1.Sjóböð ehf
Málsnúmer 201702064Vakta málsnúmer
Fundargerðir stjórnar Sjóbaða ehf lagðar fram til kynningar.
Fundargerðir stjórnarfunda Sjóbaða ehf. lagðar fram til kynningar.
2.Gjaldskrá vegna HU-01 og FE-01
Málsnúmer 201807101Vakta málsnúmer
Fyrir liggur tillaga Sjóbaða ehf að uppsetningu bráðabirgðagjaldskrár til tveggja ára vegna nýtingar vatns úr holum HU-01 og FE-01.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að samið verði um vatnsgjöld og stofnkostnað vegna Sjóbaða til tveggja ára.
Sá samningur innihaldi fastar, mánaðarlegar greiðslur til þess að mæta rekstri veitukerfa fyrir Sjóböðin.
Gert verði ráði fyrir að samningaviðræður til lengri tíma skulu hefjast í janúar 2020 og að endanlegur samningur liggi fyrir í september 2020.
Sá samningur innihaldi fastar, mánaðarlegar greiðslur til þess að mæta rekstri veitukerfa fyrir Sjóböðin.
Gert verði ráði fyrir að samningaviðræður til lengri tíma skulu hefjast í janúar 2020 og að endanlegur samningur liggi fyrir í september 2020.
3.Útistandandi skuldir júlí 2018
Málsnúmer 201807100Vakta málsnúmer
Staða útistandandi skulda Orkuveitu Húsavíkur á 3ja ársfjórðungi 2018.
Staða útistandandi skulda Orkuveitu Húsavíkur lögð fram til kynningar.
4.Fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2018 - Orkuveita Húsavíkur
Málsnúmer 201710134Vakta málsnúmer
Framkvæmdaáætlun Orkuveitu Húsavíkur ohf fyrir árið 2018 lögð fram til kynningar og farið yfir stöðu framkvæmda.
Framkvæmdaáætlun OH lögð fram og staða framkvæmda kynnt.
Fundi slitið - kl. 14:45.