Starfshópur um endurskoðun kosningalaga, ósk um athugasemdir
Málsnúmer 201812098
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 277. fundur - 10.01.2019
Hinn 24. október 2018 skipaði forseti Alþingis starfshóp um endurskoðun kosningalaga til að fara yfir tillögur vinnuhóps um endurskoðun kosningalaga ásamt frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi 5. september 2016, með tilliti til hagkvæmni og skilvirkni. Jafnhliða skal starfshópurinn kanna kosti þess að setja heildarlöggjöf um framkvæmd allra almennra kosninga, er taki til kosninga til Alþingis, kosninga til sveitarstjórna, framboðs og kjörs forseta Íslands og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Loks skal starfhópurinn skila tillögum sínum í formi lagafrumvarps 1. desember 2019. Starfshópurinn leggur áherslu á greiða upplýsingagjöf um vinnu hans og gott samráðsferli. Hópurinn óskar á fyrstu stigum vinnunnar sérstaklega eftir athugasemdum við þá hugmynd að sett verði heildarlöggjöf um framkvæmd kosninga. Á síðari stigum verður óskað eftir athugasemdum við frumvarpsdrög starfshópsins áður en tillögum hópsins verður skilað til Alþingis.
Lagt fram til kynningar.