Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Samstarfsamningur Norðurhjara og Norðurþings 2019
Málsnúmer 201901019Vakta málsnúmer
Norðurhjari hefur óskað eftir að endurnýjaður verði samstarfssamningur Norðurhjara og Norðurþings fyrir árið 2019. Á fund byggðarráðs kemur Gunnar Jóhannesson formaður Norðurhjara ferðaþjónustusamtaka.
Byggðarráð þakkar Gunnari fyrir kynninguna og sveitarstjóra er falið að vinna áfram að samstarfssamningi.
2.Ársskýrsla Slökkviliðs Norðurþings 2018
Málsnúmer 201901003Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur ársskýrsla slökkviliðs Norðurþings fyrir árið 2018. Grímur Kárason mætir á fundinn og fer yfir skýrsluna.
Í samantekt ársins kemur m.a. fram að miklar breytingar hafa orðið á starfsemi slökkviliðsins s.l. ár. Þrjú 100% stöðugildi eru hjá liðinu í dag auk þess eru tvær bakvaktarstöður frá kl. 16.00 - 08.00 alla virka daga og um helgar. Þriðja fasta staðan er tilkomin vegna samnings um að sinna viðbragðsþjónustu fyrir PCC á Bakka og önnur bakvaktarstaðan vegna samnings við HSN. Slökkviliðið er með samning við HSN á Húsavík um mönnun á öðrum af tveimur sjúkrabílum stofnunarinnar. Sá samningur tryggir að starfsmenn HSN sem sinna hinum sjúkrabílnum tilheyra bakvaktarhópi slökkviliðsins og verða grunnmenntaðir til þess á árinu 2019.
Útkallsverkefni allra þátta liðsins hafa aukist verulega og voru þau 131 á árinu 2018, sem er aukning um 84% miðað við árið á undan með tilkomu samninganna sem vitnað er til að ofan. Sundurgreint var 90 verkefnum vegna sjúkraflutninga sinnt á árinu. Slökkviliðið sinnti 18 verkefnum þar sem um var að ræða eld, reykræstingu, eiturefnaleka, klippuvinnu eða upphreinsun vegna efnaleka. Vettvangsliðahópur liðsins á Kópaskeri sinnti 23 útköllum á árinu sem er umtalsverð fjölgun frá 2017.
Í samantekt ársins kemur m.a. fram að miklar breytingar hafa orðið á starfsemi slökkviliðsins s.l. ár. Þrjú 100% stöðugildi eru hjá liðinu í dag auk þess eru tvær bakvaktarstöður frá kl. 16.00 - 08.00 alla virka daga og um helgar. Þriðja fasta staðan er tilkomin vegna samnings um að sinna viðbragðsþjónustu fyrir PCC á Bakka og önnur bakvaktarstaðan vegna samnings við HSN. Slökkviliðið er með samning við HSN á Húsavík um mönnun á öðrum af tveimur sjúkrabílum stofnunarinnar. Sá samningur tryggir að starfsmenn HSN sem sinna hinum sjúkrabílnum tilheyra bakvaktarhópi slökkviliðsins og verða grunnmenntaðir til þess á árinu 2019.
Útkallsverkefni allra þátta liðsins hafa aukist verulega og voru þau 131 á árinu 2018, sem er aukning um 84% miðað við árið á undan með tilkomu samninganna sem vitnað er til að ofan. Sundurgreint var 90 verkefnum vegna sjúkraflutninga sinnt á árinu. Slökkviliðið sinnti 18 verkefnum þar sem um var að ræða eld, reykræstingu, eiturefnaleka, klippuvinnu eða upphreinsun vegna efnaleka. Vettvangsliðahópur liðsins á Kópaskeri sinnti 23 útköllum á árinu sem er umtalsverð fjölgun frá 2017.
Byggðarráð þakkar Grími fyrir kynninguna.
3.Málefni Skúlagarðs
Málsnúmer 201704036Vakta málsnúmer
Til umræðu í byggðarráði er staða Skúlagarðs vegna rekstrarársins 2018 og áætlun ársins 2019. Ljóst er að félagið þarf fjármuni frá eigendum til að ná endum saman vegna nýliðins árs.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu Skúlagarðs og áætlanir um rekstrarhorfur 2019. Sveitarstjóra er falið að vinna drög að hluthafaláni við félagið og leggja fyrir byggðarráð.
4.Samkomulag um fyrirkomulag skipulagsvinnu á Röndinni á Kópaskeri
Málsnúmer 201811029Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til staðfestingar samkomulag um fyrirkomulag skipulagsvinnu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar fiskeldis á svokallaðri Rönd á Kópaskeri. Vinnan við breytingar á skuplagi samkvæmt samkomulaginu kemur til vegna fyrirætlana Fiskeldis Austfjarað hf. um uppbyggingu fiskeldis og tengdri starfsemi á Kópaskeri. Með samkomulaginu fellst Norðurþing á að Landeldisstöðin Sleipnir ehf. muni, sem framkæmdaaðili, vinna tillögu að skipulagslýsingu og deilisikipulagi, á eigin kostnað, innan afmarkaðs svæðis. Komi til framkvæmda Landeldisstöðvarinnar Sleipnis ehf. á grundvelli skipulagsbreytinganna skal Norðurþing endurgreiða útlagðan kostnað vegna skipulagsvinnunnar, sem hæfilegur getur talist að hámarki 2.000.000,-, með skuldajöfnun við lokauppgjör gatnagerðargjalda. Samkomulagið felur þó með engum hætti í sér vilyrði fyrir ákveðinni afgreiðlsu sveitarfélagsins sem stjórnvalds, hvort sem það er sem skipulags- eða byggingaryfirvald, eða með öðrum hætti. Samkomulagið fellur úr gildi 31.7.2020, hafi deiliskipulag ekki verið samþykkt fyrir þann tíma.
Sveitarstjóra er falið að ganga frá samkomulaginu við Fiskeldi Austfjarða hf.
5.Auglýsing stöðu fjölmenningarfulltrúa
Málsnúmer 201901027Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri gerir þá tillögu að 50% staða fjölmenningarfulltrúa Norðurþings verði auglýst laus til umsóknar, til samræmis við umræður og ákvarðanir sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun ársins 2019.
Tillagan er samþykkt af Kolbrúnu Ödu og Helenu.
Bergur Elías situr hjá.
Bergur Elías situr hjá.
6.Trúnaðarmál
Málsnúmer 201901024Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur ákvörðunartaka vegna innheimtumáls.
Fært í trúnaðarmálabók.
7.Skýrsla starfshóps um uppbyggingu flugvallarkerfisins og eflingu innanlandsflugs
Málsnúmer 201901020Vakta málsnúmer
Lögð er fram skýrsla starfshóps um uppbyggingu flugvallakerfisins og eflingu innanlandsflugs sem opinberuð var í byrjun desember sl. Opin kynning á skýrslunni verður haldin í dag, fimmtudag kl 17:00 á Fosshótel Húsavík.
Tilurð skýrslunnar er sú að í framhaldi af því að ný ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum í lok nóvember 2017 óskaði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra eftir að starfshópur ráðuneytisins, sem hóf störf þá um sumarið, myndi skoða núverandi skipulag á innanlandsflugi, héldi áfram að vinna samkvæmt áherslum ríkisstjórnarinnar m.a. um jafnt aðgengi og
jákvæða þróun byggða og bætta samkeppnishæfni landsbyggðanna sem og landsins alls. Þá hefur mikilvægi öryggishlutverks varaflugvalla tengt millilandaflugi aukist og nauðsynlegt að taka tillit til breyttra aðstæðna á grundvelli þróunarinnar undanfarin ár. Hópnum var falið að skoða núverandi skipulag á innanlandsflugi, fara yfir hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi og meta hvaða fyrirkomulag sé hagkvæmast fyrir notendur til lengri tíma litið.
Tilurð skýrslunnar er sú að í framhaldi af því að ný ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum í lok nóvember 2017 óskaði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra eftir að starfshópur ráðuneytisins, sem hóf störf þá um sumarið, myndi skoða núverandi skipulag á innanlandsflugi, héldi áfram að vinna samkvæmt áherslum ríkisstjórnarinnar m.a. um jafnt aðgengi og
jákvæða þróun byggða og bætta samkeppnishæfni landsbyggðanna sem og landsins alls. Þá hefur mikilvægi öryggishlutverks varaflugvalla tengt millilandaflugi aukist og nauðsynlegt að taka tillit til breyttra aðstæðna á grundvelli þróunarinnar undanfarin ár. Hópnum var falið að skoða núverandi skipulag á innanlandsflugi, fara yfir hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi og meta hvaða fyrirkomulag sé hagkvæmast fyrir notendur til lengri tíma litið.
Byggðarráð fagnar framkomnum tillögum um uppbyggingu flugvallarkerfisins á Íslandi og eflingu innanlandsflugs. Tillögurnar fela í sér mikilvæg skref fyrir byggðaþróun á Íslandi að jöfnun aðgengis landsmanna að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum. Byggðarráð hvetur Alþingi til þess að veita tillögunum brautargengi hið fyrsta.
8.Kynningar ýmissa húsnæðislausna tengt tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs
Málsnúmer 201901013Vakta málsnúmer
Í kjölfar þess að Norðurþing var valið eitt af tilraunasveitarfélögunum í húsnæðisverkefni velferðarráðuneytisins og Íbúðalánasjóðs hafa fjölmargir byggingaverktakar sett sig í samband við sveitarfélagið og viljað kynna lausnir til uppbyggingar íbúðahúsnæðis. Til kynningar og umræðu í byggðarráði eru þau erindi sem borist hafa frá fyrirtækjum og aðilum sem sýnt hafa málinu áhuga.
Lagt fram til kynningar.
9.Ósk um tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðanefnd
Málsnúmer 201812084Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur ósk Umhverfisstofnunar um að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa sveitarfélagsins og fulltrúa umhverfis- eða náttúruverndarnefndar í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála. Óskað er eftir að tilnefningin berist ekki síðar en 14. janúar 2019.
Byggðarráð vísar tilnefningu um fulltrúa umhverfis- eða náttúrverndarnefndar í vatnasvæðanefnd til Hérðasnefndar Þingeyinga bs, náttúruverndarnefndar.
Fyrir hönd sveitarfélagsins eru tilnefnd Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi og Silja Jóhannesdóttir formaður skipulags- og framkvæmdaráðs.
Fyrir hönd sveitarfélagsins eru tilnefnd Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi og Silja Jóhannesdóttir formaður skipulags- og framkvæmdaráðs.
10.Þorrablót, tímabundið áfengisleyfi til Sölkuveitinga.
Málsnúmer 201901015Vakta málsnúmer
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Sölkuveitinga um tímabundið tækifæris- og áfengisleyfi vegna þorrablóts Kvenfélags Húsavíkur í Íþróttahöllinni á Húsavík frá kl. 15:00 þann 19. janúar til kl. 03:00 sunnudaginn 20. janúar 2019.
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn.
11.Áhugaverðar samþykktir Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins. Minnisblað.
Málsnúmer 201901016Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur minnisblað Önnu G. Björnsdóttur ritara íslensku sendinefndarinnar á Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins frá 35. þingi þingsins 6.- 8. nóvember 2018.
Lagt fram til kynningar.
12.Starfshópur um endurskoðun kosningalaga, ósk um athugasemdir
Málsnúmer 201812098Vakta málsnúmer
Hinn 24. október 2018 skipaði forseti Alþingis starfshóp um endurskoðun kosningalaga til að fara yfir tillögur vinnuhóps um endurskoðun kosningalaga ásamt frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi 5. september 2016, með tilliti til hagkvæmni og skilvirkni. Jafnhliða skal starfshópurinn kanna kosti þess að setja heildarlöggjöf um framkvæmd allra almennra kosninga, er taki til kosninga til Alþingis, kosninga til sveitarstjórna, framboðs og kjörs forseta Íslands og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Loks skal starfhópurinn skila tillögum sínum í formi lagafrumvarps 1. desember 2019. Starfshópurinn leggur áherslu á greiða upplýsingagjöf um vinnu hans og gott samráðsferli. Hópurinn óskar á fyrstu stigum vinnunnar sérstaklega eftir athugasemdum við þá hugmynd að sett verði heildarlöggjöf um framkvæmd kosninga. Á síðari stigum verður óskað eftir athugasemdum við frumvarpsdrög starfshópsins áður en tillögum hópsins verður skilað til Alþingis.
Lagt fram til kynningar.
13.Fundagerðir 2018 - Samband íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 201802023Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 866. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:40.