Málefni Skúlagarðs
Málsnúmer 201704036
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 211. fundur - 06.04.2017
Fyrir byggðarráði liggur ársreikningur Skúlagarðs - fasteignafélags 2016 og boð á aðalfund Skúlagarðs þann 26. apríl 2017.
Byggðarráð Norðurþings - 239. fundur - 12.01.2018
Tryggvi Finnsson mætir á fundinn og fer yfir málefni Skúlagarðs.
Byggðarráð þakkar Tryggva fyrir hans yfirferð á stöðu Skúlagarðs.
Byggðarráð Norðurþings - 272. fundur - 15.11.2018
Tryggvi Finnsson kemur á fund byggðarráðs og fer yfir málefni Skúlagarðs.
Byggðarráð þakkar Tryggva fyrir yfirferðina og málið verður rætt að nýju þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.
Byggðarráð Norðurþings - 276. fundur - 20.12.2018
Sveitarstjóri gerir grein fyrir framvindu mála er varðar framtíðarrekstur gisti- og veitingaþjónustu í Skúlagarði.
Lagt fram til kynningar. Frekari upplýsingar um málið lagðar fyrir byggðarráð í janúar.
Byggðarráð Norðurþings - 277. fundur - 10.01.2019
Til umræðu í byggðarráði er staða Skúlagarðs vegna rekstrarársins 2018 og áætlun ársins 2019. Ljóst er að félagið þarf fjármuni frá eigendum til að ná endum saman vegna nýliðins árs.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu Skúlagarðs og áætlanir um rekstrarhorfur 2019. Sveitarstjóra er falið að vinna drög að hluthafaláni við félagið og leggja fyrir byggðarráð.
Byggðarráð Norðurþings - 279. fundur - 31.01.2019
Fyrir byggðarráði liggja drög að lánasamningi vegna hluthafaláns Norðurþings til Skúlagarðs-fasteignafélags ehf. samanber bókun á 277. fundi byggðarráðs þann 10. janúar s.l.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita fyrirliggjandi drög að lánasamningi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi, til vara Óli Halldórsson.