Skýrsla starfshóps um uppbyggingu flugvallarkerfisins og eflingu innanlandsflugs
Málsnúmer 201901020
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 277. fundur - 10.01.2019
Lögð er fram skýrsla starfshóps um uppbyggingu flugvallakerfisins og eflingu innanlandsflugs sem opinberuð var í byrjun desember sl. Opin kynning á skýrslunni verður haldin í dag, fimmtudag kl 17:00 á Fosshótel Húsavík.
Tilurð skýrslunnar er sú að í framhaldi af því að ný ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum í lok nóvember 2017 óskaði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra eftir að starfshópur ráðuneytisins, sem hóf störf þá um sumarið, myndi skoða núverandi skipulag á innanlandsflugi, héldi áfram að vinna samkvæmt áherslum ríkisstjórnarinnar m.a. um jafnt aðgengi og
jákvæða þróun byggða og bætta samkeppnishæfni landsbyggðanna sem og landsins alls. Þá hefur mikilvægi öryggishlutverks varaflugvalla tengt millilandaflugi aukist og nauðsynlegt að taka tillit til breyttra aðstæðna á grundvelli þróunarinnar undanfarin ár. Hópnum var falið að skoða núverandi skipulag á innanlandsflugi, fara yfir hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi og meta hvaða fyrirkomulag sé hagkvæmast fyrir notendur til lengri tíma litið.
Tilurð skýrslunnar er sú að í framhaldi af því að ný ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum í lok nóvember 2017 óskaði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra eftir að starfshópur ráðuneytisins, sem hóf störf þá um sumarið, myndi skoða núverandi skipulag á innanlandsflugi, héldi áfram að vinna samkvæmt áherslum ríkisstjórnarinnar m.a. um jafnt aðgengi og
jákvæða þróun byggða og bætta samkeppnishæfni landsbyggðanna sem og landsins alls. Þá hefur mikilvægi öryggishlutverks varaflugvalla tengt millilandaflugi aukist og nauðsynlegt að taka tillit til breyttra aðstæðna á grundvelli þróunarinnar undanfarin ár. Hópnum var falið að skoða núverandi skipulag á innanlandsflugi, fara yfir hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi og meta hvaða fyrirkomulag sé hagkvæmast fyrir notendur til lengri tíma litið.
Byggðarráð fagnar framkomnum tillögum um uppbyggingu flugvallarkerfisins á Íslandi og eflingu innanlandsflugs. Tillögurnar fela í sér mikilvæg skref fyrir byggðaþróun á Íslandi að jöfnun aðgengis landsmanna að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum. Byggðarráð hvetur Alþingi til þess að veita tillögunum brautargengi hið fyrsta.