Reglur um útivistartíma barna
Málsnúmer 201901010
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 18. fundur - 07.01.2019
Til umræðu er útivistartími barna í Norðurþingi en um útivistartíma barna í Norðuþingi fer eftir 92. Gr. Barnaverndarlaga nr. 80/2002 en þar segir:
'Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13-16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22:00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomum. Á tímabilinu 1. Maí til 1. September lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir. Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag'.
'Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13-16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22:00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomum. Á tímabilinu 1. Maí til 1. September lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir. Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag'.
Ráðið samþykkir að fela félagsmálastjóra að ítreka reglur um útivistartíma barna.