Fara í efni

Fjölskylduráð

18. fundur 07. janúar 2019 kl. 13:00 - 15:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Berglind Hauksdóttir aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Kjartan Páll Þórarinsson sat fundinn undir lið 1 -2 og 4.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 3, 5 - 6.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 7 - 9.

1.Uppgjör fæðispeninga íþróttamannvirkja

Málsnúmer 201901002Vakta málsnúmer

Til kynningar er uppgjör til starfsmanna íþróttamannvirkja vegna ógreiddra fæðispeninga.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir uppgjöri fæðispeninga til starfsmanna Norðurþings sem starfa við íþróttamannvirki sveitarfélagsins.

2.Frístundastyrkir 2019

Málsnúmer 201811067Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru reglur um frístundastyrki í Norðurþingi fyrir árið 2019.
Fjölskylduráð fjallaði um reglur um frístundastyrki í Norðurþingi 2019 og uppfærði þær. Fjölskylduráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn Norðurþings.

3.Mennta- og menningarmálanefnd Alþingis, til umsagnar 443.mál, tilaga til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi

Málsnúmer 201812054Vakta málsnúmer

Lagt fyrir til kynningar
Lagt fram.

4.Mennta- og menningarmálanefnd Alþingis, til umsagnar 417. mál frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála

Málsnúmer 201812055Vakta málsnúmer

Lagt fyrir til kynningar.
Lagt fram.

5.Samningur mennta- og menningarmálaráðuneytis, Borgarhólsskóla og Grænuvalla um Þróunarverkefni um stoðkerfi við starfsþróun í skóla.

Málsnúmer 201812066Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar samningur mennta- og menningarmálaráðuneytis, Borgarhólsskóla og Grænuvalla um þróunarverkefni um stoðkerfi við starfsþróun í skóla.
Fræðslufulltrúi kynnti samningana.

6.Trappa - Samningur um skólaþjónustu

Málsnúmer 201812070Vakta málsnúmer

Lögð eru fram drög að samningi við Tröppu þjónustu ehf. um skólaþjónustu.
Fræðslufulltrúi kynnti drög að samningi við Tröppu ehf.

Fjölskylduráð samþykkir að fela fræðslufulltrúa að halda áfram samningsvinnu og kynna fyrir ráðinu seinni hluta janúar 2019.

7.Þjónustan heim / Hreyfiverkefni

Málsnúmer 201901011Vakta málsnúmer

'Þjónustan heim' vill leggja sitt af mörkum til að efla heilsu og lífsgæði aldraðra og hefur því hug á að koma af stað heilsueflandi verkefni sem miðar að aukinni hreyfingu og þjálfun með faglegri leiðbeiningu sjúkraþjálfara og eftirfylgni að hendi 'Þjónustan heim'.
Félagsmálastjóri gerði grein fyrir heilsueflandi verkefni sem "Þjónustan heim" ætlar að standa fyrir. Um er að ræða u.þ.b. 60 heimili sem þessi þjónusta myndi ná til.

Fjölskylduráð samþykkir að hefja þetta verkefni.

8.Reglur um útivistartíma barna

Málsnúmer 201901010Vakta málsnúmer

Til umræðu er útivistartími barna í Norðurþingi en um útivistartíma barna í Norðuþingi fer eftir 92. Gr. Barnaverndarlaga nr. 80/2002 en þar segir:

'Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13-16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22:00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomum. Á tímabilinu 1. Maí til 1. September lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir. Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag'.
Félagsmálstjóri kynnti reglur um útivistartíma barna í Norðurþingi.

Ráðið samþykkir að fela félagsmálastjóra að ítreka reglur um útivistartíma barna.

Fundi slitið - kl. 15:00.