Flokkun sorps á austursvæði Norðurþings.
Málsnúmer 201901042
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 34. fundur - 04.06.2019
Fyrir liggja drög að samningum vegna urðunar og sorphirðu á austursvæði Norðurþings. Nýr samningur um sorphirðu á Raufarhöfn, Kópaskeri, Öxarfirði og í Kelduhverfi felur í sér aukna flokkun sorps á svæðinu og aukna þjónustu við íbúa frá því sem verið hefur.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 35. fundur - 11.06.2019
Samningur um flokkun og sorphirðu á austursvæði Norðurþings ásamt samningi um rekstur urðunarsvæðis á Kópaskeri lagður fram til umræðu og afgreiðslu.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga á þessum grunni.
Sveitarstjórn Norðurþings - 93. fundur - 18.06.2019
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga miðað við fyrirliggjandi gögn.
Samþykkt samhljóða