Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

35. fundur 11. júní 2019 kl. 14:00 - 15:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Smári Jónas Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir lið 1.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-2.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðum 1-4 og 6-7.
Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri kom inná fundinn undir lið 5.

1.Flokkun sorps á austursvæði Norðurþings.

Málsnúmer 201901042Vakta málsnúmer

Samningur um flokkun og sorphirðu á austursvæði Norðurþings ásamt samningi um rekstur urðunarsvæðis á Kópaskeri lagður fram til umræðu og afgreiðslu.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga á þessum grunni.

2.Skipulagsbreytingar hjá Norðurþingi

Málsnúmer 201905131Vakta málsnúmer

Önnur umræða í skipulags- og framkvæmdaráði um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar í Norðurþingi.
Tillaga
Undirritaðir leggja til að það starf sem verður til við sameiningu bæjarverkstjóra og umhverfisstjóra (áður garðyrkjustjóra) verði auglýst laust til umsóknar að loknum skipulagsbreytingum á framkvæmdasvæði, sem undirritaðir samþykkja.

Greinargerð
Undanfarin ár hafa verið uppi hugmyndir um endurskoðun Þjónustustöðvar á Húsavík og stofnaðir starfshópar þar um. Nú liggja fyrir tillögur að skipulagsbreytingum sem er mikilvægt að séu sýnilegar. Sömuleiðis þarf erindisbréf fyrir nýtt starf að liggja fyrir.
Nýtt starf sem sameinar bæjarverkstjóra á Húsavík og Umhverfisstjóra (áður garðyrkjustjóra) Norðurþings er ábyrgðarmikið starf og felur í sér nokkur mannaforráð. Það samræmist góðum starfsháttum að auglýsa slíkt starf laust til umsóknar.

Guðmundur Halldórsson, Heiðar Hrafn Halldórsson, Hjálmar Bogi Hafliðason og
Kristján Friðrik Sigurðsson

Kristinn Jóhann Lund og Silja Jóhannesdóttir eru á móti tillögunni og samþykkja skipulagsbreytinguna eins og hún liggur fyrir.

3.Saltvík ehf. óskar lóðarstækkunar og byggingarleyfis fyrir starfsmannahús við Saltvík

Málsnúmer 201905071Vakta málsnúmer

Ósk um lóðarstækkun við Saltvík var áður tekin fyrir á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs á fundi 14. maí s.l. Nú liggur fyrir tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa að nýrri afmörkun lóðar (lnr. 199.175) þar sem gert er ráð fyrir að lóðin stækki úr 3.500 m² í 6.000 m² að flatarmáli.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðin verði stækkuð til samræmis við fyrirliggjandi tillögu. Skipulags- og byggingarfulltrúa er heimilað að gefa út byggingarleyfi fyrir húsinu, með fyrirvara þó um þinglýsingu nýs lóðarleigusamnings og fullnægjandi gagnaskil.

4.Umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun bílskúrs að Lyngbrekku 15

Málsnúmer 201906006Vakta málsnúmer

Agnar Kári Sævarsson Óskar eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við bílskúr að Lyngbrekku 15. Viðbygging er 37,8 m² að grunnfleti. Fyrir liggur teikning unnin af Vigfúsi Sigurðssyni, byggingartæknifræðingi. Ennfremur liggur fyrir undirritað samþykki nágranna að Lyngbrekku 10, 13 og 14.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir mannvirkinu þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.

5.Vangreidd hafnar- og raforkugjöld vegna Árna á Eyri ÞH 205

Málsnúmer 201903075Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ósk um samkomulag vegna skuldar Eyrarhóls ehf. við Hafnasjóð vegna Árna á Eyri ÞH 205.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar fyrirliggjandi tillögum Eyrarhóls ehf. Fjármálastjóra og hafnastjóra er falið að ganga frá greiðslufyrirkomulagi sem byggir á tillögu, sem lögð var fyrir ráðið 21. maí s.l. Gangi það ekki eftir, verði skuldin sett í innheimtuferli.
Guðmundur Halldór Halldórsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

6.Umsókn um byggingarleyfi í landi Tóveggjar

Málsnúmer 201906016Vakta málsnúmer

Óskað er byggingarleyfis fyrir 302,0 m² veitingahús á nýstofnaðri lóð úr landi Tóveggjar. Fyrir liggur teikning unnin af Almari Eggertssyni byggingarfræðingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.

7.Skotfélag Húsavík óskar eftir byggingarleyfi, á athafnarsvæði félagsins við Vallarmóa.

Málsnúmer 201906034Vakta málsnúmer

Skotfélag Húsavíkur óskar byggingarleyfis fyrir 90 m² húsi undir félagsaðstöðu á lóð félagsins í Vallmóum (L196.222). Fyrir liggur teikning unnin af Almari Eggertssyni byggingarfræðingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.

Fundi slitið - kl. 15:50.