Fara í efni

Vangreidd hafnar- og raforkugjöld vegna Árna á Eyri ÞH 205

Málsnúmer 201903075

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 32. fundur - 21.05.2019

Fyrir liggja tillögur að greiðsluáætlunum vegna vangreiddra hafnar- og raforkugjalda við Húsavíkurhöfn af Árna á Eyri ÞH 205
Skipulags- og framkvæmdaráð felur hafnastjóra að leita samninga samkvæmt fyrirliggjandi samningsdrögum.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 35. fundur - 11.06.2019

Fyrir liggur ósk um samkomulag vegna skuldar Eyrarhóls ehf. við Hafnasjóð vegna Árna á Eyri ÞH 205.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar fyrirliggjandi tillögum Eyrarhóls ehf. Fjármálastjóra og hafnastjóra er falið að ganga frá greiðslufyrirkomulagi sem byggir á tillögu, sem lögð var fyrir ráðið 21. maí s.l. Gangi það ekki eftir, verði skuldin sett í innheimtuferli.
Guðmundur Halldór Halldórsson sat hjá við afgreiðslu málsins.