Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Kynning á starfsháttum - Brothættar byggðir
Málsnúmer 201903102Vakta málsnúmer
Charlotta Englund kemur á fundinn og kynnir starfshætti - Brothættar byggðir.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Charlottu kynninguna.
2.Uppbygging slökkvistöðvar
Málsnúmer 201701015Vakta málsnúmer
Ragnar Bjarnason frá Verkís, eftirlitsmaður með byggingu slökkvistöðvar, kemur á fundinn og kynnir stöðu mála.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Ragnari fyrir kynninguna. Ráðið ítrekar að verkið verði áfram unnið samkvæmt verksamningi.
3.Fimm ára samgönguáætlun 2020 - 2024
Málsnúmer 201905062Vakta málsnúmer
Fyrir liggur að sækja um vegna verkefna við höfnina til Samgönguáætlunar 2020-2024. Fyrir liggja gögn um verkefni sem þarf að fara í. Ráðið þarf að taka afstöðu til þeirra.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur hafnastjóra að sækja um samkvæmt minnisblaði vegna Naustagarðs og olíubryggju.
4.Vangreidd hafnar- og raforkugjöld vegna Árna á Eyri ÞH 205
Málsnúmer 201903075Vakta málsnúmer
Fyrir liggja tillögur að greiðsluáætlunum vegna vangreiddra hafnar- og raforkugjalda við Húsavíkurhöfn af Árna á Eyri ÞH 205
Skipulags- og framkvæmdaráð felur hafnastjóra að leita samninga samkvæmt fyrirliggjandi samningsdrögum.
5.Upplýsingaskilti um hvali í Skjálfanda
Málsnúmer 201811068Vakta málsnúmer
Erindi frá Hvalasafninu: Ósk um samþykki á staðsetningu og beiðni um stuðning sveitarfélagsins í formi uppsetningar á skiltinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir staðsetningu skiltis og beiðni um stuðning í formi uppsetningar.
6.Ósk um samþykki lóðarstofnunar fyrir atvinnustarfsemi út úr landi Tóveggjar
Málsnúmer 201901087Vakta málsnúmer
Erindið var áður tekið fyrir á fundi 26. febrúar s.l. Nú liggur fyrir hnitsett teikning af 1.600 m² lóð og gróf hugmynd að tengingu lóðarinnar við Dettifossveg og hugmyndir að húsbyggingu á lóðina.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að fallist verði á stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi lóðarblaði. Tengingu við Dettifossveg þarf að útfæra nánar í samráði við Vegagerðina. Ennfremur fellst ráðið á hugmyndir að formi og útliti húss.
7.GPG Seafood ehf. óskar eftir frágangi á vegi og gerð gangstéttar við gistiheimilið Sigtún
Málsnúmer 201904121Vakta málsnúmer
Þann 26. apríl sl. lagði GPG Seafood ehf. fram beiðni til skipulags- og framkvæmdaráðs í tengslum við frágang lóðar við Sigtún 13 á Húsavík. Óskað er eftir því að gerð verði gangstétt aðliggjandi lóð gistiheimilis við Sigtún 13 og einnig að gengið verði frá yfirborði vegar milli Túngötu 13 og Túngötu 15 við bílastæði sömu eignar.
Fyrir liggur kostnaðarmat vegna þeirra framkvæmda sem óskað er eftir að sveitarfélagið ráðist í.
Kostnaður vegna samhangandi veituframkvæmda á vegum Orkuveitu Húsavíkur ohf. í tengslum við verkefnið er gróflega áætlaður um 1 milljón króna.
Fyrir liggur kostnaðarmat vegna þeirra framkvæmda sem óskað er eftir að sveitarfélagið ráðist í.
Kostnaður vegna samhangandi veituframkvæmda á vegum Orkuveitu Húsavíkur ohf. í tengslum við verkefnið er gróflega áætlaður um 1 milljón króna.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar beiðni um gerð gangstéttar í ljósi þess að málsaðili fjarlægði fyrri frágang. Ráðið fer fram á að málsaðili færi frágang utan lóðar til fyrra horfs. Ráðið beinir beiðni um slitlag á veg til gerðar næstu framkvæmdaáætlunar.
8.Strandblakvöllur á Húsavík
Málsnúmer 201705186Vakta málsnúmer
Blakdeild Völsungs óskar eftir styrk til yfirborðsfrágangs umhverfis strandblakvelli við Vallholtsveg á Húsavík.
Óskað er eftir u.þ.b. 300 m2 af þökum til þess að ganga frá yfirborði svæðis í kringum vellina.
Óskað er eftir u.þ.b. 300 m2 af þökum til þess að ganga frá yfirborði svæðis í kringum vellina.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur jákvætt að Blakdeild Völsungs hafi gengið í verkið og ljóst er að meðlimir hafa lagt á sig mikla vinnu til að koma strandblakvöllunum í gagnið. Ráðið samþykkir beiðni um styrk og hlakkar til að mæta á völlinn í sumar.
9.Staða framkvæmda og fjárfestinga 2019
Málsnúmer 201905017Vakta málsnúmer
Yfirferð á stöðu framkvæmda og fjárfestinga 2019.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:00.