GPG Seafood ehf. óskar eftir frágangi á vegi og gerð gangstéttar við gistiheimilið Sigtún
Málsnúmer 201904121
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 30. fundur - 30.04.2019
Ósk frá húseigendum um gerð gangstéttar við lóð gistiheimilisins Sigtúns að Túngötu 13.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera kostnaðaráætlun varðandi framkvæmdir á svæðinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 32. fundur - 21.05.2019
Þann 26. apríl sl. lagði GPG Seafood ehf. fram beiðni til skipulags- og framkvæmdaráðs í tengslum við frágang lóðar við Sigtún 13 á Húsavík. Óskað er eftir því að gerð verði gangstétt aðliggjandi lóð gistiheimilis við Sigtún 13 og einnig að gengið verði frá yfirborði vegar milli Túngötu 13 og Túngötu 15 við bílastæði sömu eignar.
Fyrir liggur kostnaðarmat vegna þeirra framkvæmda sem óskað er eftir að sveitarfélagið ráðist í.
Kostnaður vegna samhangandi veituframkvæmda á vegum Orkuveitu Húsavíkur ohf. í tengslum við verkefnið er gróflega áætlaður um 1 milljón króna.
Fyrir liggur kostnaðarmat vegna þeirra framkvæmda sem óskað er eftir að sveitarfélagið ráðist í.
Kostnaður vegna samhangandi veituframkvæmda á vegum Orkuveitu Húsavíkur ohf. í tengslum við verkefnið er gróflega áætlaður um 1 milljón króna.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar beiðni um gerð gangstéttar í ljósi þess að málsaðili fjarlægði fyrri frágang. Ráðið fer fram á að málsaðili færi frágang utan lóðar til fyrra horfs. Ráðið beinir beiðni um slitlag á veg til gerðar næstu framkvæmdaáætlunar.