Saltvík ehf. óskar lóðarstækkunar og byggingarleyfis fyrir starfsmannahús við Saltvík
Málsnúmer 201905071
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 31. fundur - 14.05.2019
Óskað er eftir lóðarstækkun og byggingarleyfi fyrir 36,1 m² bjálkahúsi sem aðstöðu fyrir starfsmenn. Teikningar eru unnar af Guðna Sigurbirni Sigurðarsyni byggingartæknifræðingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að lóðarstækkun til samræmis við fyrirhugaða uppbyggingu lóðarhafa.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 35. fundur - 11.06.2019
Ósk um lóðarstækkun við Saltvík var áður tekin fyrir á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs á fundi 14. maí s.l. Nú liggur fyrir tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa að nýrri afmörkun lóðar (lnr. 199.175) þar sem gert er ráð fyrir að lóðin stækki úr 3.500 m² í 6.000 m² að flatarmáli.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðin verði stækkuð til samræmis við fyrirliggjandi tillögu. Skipulags- og byggingarfulltrúa er heimilað að gefa út byggingarleyfi fyrir húsinu, með fyrirvara þó um þinglýsingu nýs lóðarleigusamnings og fullnægjandi gagnaskil.
Sveitarstjórn Norðurþings - 93. fundur - 18.06.2019
Samþykkt samhljóða