Fræðsla um vímuefnaneyslu ungmenna
Málsnúmer 201901082
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 20. fundur - 28.01.2019
Berglind Hauksdóttir [fulltrúi V-lista] leggur til við fjölskylduráð að ráðið feli íþrótta- og tómstundafulltrúa Norðurþings að skipuleggja fræðslu fyrir foreldra og aðra áhugasama í samstarfi við lögregluna í Norðurþingi á vegum sveitarfélagsins hvað varðar vímefnaneyslu ungmenna.
Fjölskylduráð samþykkir tillöguna og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að leggja drög að fræðslufundi, kanna með fyrirlesara og fundarstað og leggja fyrir ráðið í febrúar. Lagt er upp með að fræðslufundurinn verði í mars.