Atvinnustefna Norðurþings
Málsnúmer 201902057
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Norðurþings - 89. fundur - 19.02.2019
Helena Eydís Ingólfsdóttir, fulltrúi d-lista, leggur eftirfarandi tillögu fram: Á undanförnum áratugum hefur verið unnið ötullega atvinnuuppbyggingu í Norðurþingi án þess að sérstök stefna hafi verið til varðandi atvinnuuppbyggingu önnur en sú sem birst hefur í málefnasamningum meirihluta sveitarstjórna hvers tíma. Á síðasta kjörtímabili urðu tímamót í atvinnulífi innan sveitarfélagsins þegar starfsemi hófst í kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon en líka í byggðaþróun þegar íbúum tók að fjölga á ný. Á þessum tímamótum er afar þarft að setja atvinnustefnu fyrir sveitarfélagið til að treysta betur grunn atvinnulífsins og til frekari þróunar þess.
Byggðarráð Norðurþings - 283. fundur - 07.03.2019
Á 89. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað;
Til máls tóku: Helena, Bergur, Silja, Hjálmar og Kolbrún Ada.
Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Ég vil því leggja til að hafin verði vinna við gerð atvinnustefnu Norðurþings. Í þeirri vinnu verði horft til þess að gera aðstæður sem bestar til uppbyggingar atvinnulífs hvort sem er fyrir starfandi fyrirtæki og nýja starfsemi. Þá verði horft til áframhaldandi uppbyggingar á Bakka með tilliti til þess hvaða áherslur við viljum leggja í því að laða fyrirtæki þar að, hvers konar starfsemi hugnast okkur að verði staðsett þar o.s.frv. Þá tel ég rétt að hluti vinnunnar verði tillögur að aðgerðum til að ná þeim markmiðum sem sett verða fram í henni, vinnunni verði lokið á fyrri hluta ársins 2019 og verði nýtt sem stefnumarkandi áætlun inn í fyrirhugaða gerð nýs aðalskipulags Norðurþings.
Ég vil jafnframt leggja til að stefnumótunin verið á höndum byggðaráðs sem fer með atvinnumál.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.
Til máls tóku: Helena, Bergur, Silja, Hjálmar og Kolbrún Ada.
Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Ég vil því leggja til að hafin verði vinna við gerð atvinnustefnu Norðurþings. Í þeirri vinnu verði horft til þess að gera aðstæður sem bestar til uppbyggingar atvinnulífs hvort sem er fyrir starfandi fyrirtæki og nýja starfsemi. Þá verði horft til áframhaldandi uppbyggingar á Bakka með tilliti til þess hvaða áherslur við viljum leggja í því að laða fyrirtæki þar að, hvers konar starfsemi hugnast okkur að verði staðsett þar o.s.frv. Þá tel ég rétt að hluti vinnunnar verði tillögur að aðgerðum til að ná þeim markmiðum sem sett verða fram í henni, vinnunni verði lokið á fyrri hluta ársins 2019 og verði nýtt sem stefnumarkandi áætlun inn í fyrirhugaða gerð nýs aðalskipulags Norðurþings.
Ég vil jafnframt leggja til að stefnumótunin verið á höndum byggðaráðs sem fer með atvinnumál.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.
Sveitarstjóra er falið að undirbúa vinnufund byggðarráðs síðar í mánuðinum.
Byggðarráð Norðurþings - 285. fundur - 21.03.2019
Til umræðu er dagskrá vinnufundar byggðarráðs sem haldinn verður n.k. laugardag, þar sem áformað er að ýta vinnu við gerð atvinnustefnu af stað.
Byggðarráð fór yfir fyrstu skref í vinnu við atvinnustefnu Norðurþings. Stefnt er að því að atvinnustefna verði staðfest í sveitarstjórn áður en fjárhagsáætlunarvinna vegna 2020 hefst.
Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Ég vil því leggja til að hafin verði vinna við gerð atvinnustefnu Norðurþings. Í þeirri vinnu verði horft til þess að gera aðstæður sem bestar til uppbyggingar atvinnulífs hvort sem er fyrir starfandi fyrirtæki og nýja starfsemi. Þá verði horft til áframhaldandi uppbyggingar á Bakka með tilliti til þess hvaða áherslur við viljum leggja í því að laða fyrirtæki þar að, hvers konar starfsemi hugnast okkur að verði staðsett þar o.s.frv. Þá tel ég rétt að hluti vinnunnar verði tillögur að aðgerðum til að ná þeim markmiðum sem sett verða fram í henni, vinnunni verði lokið á fyrri hluta ársins 2019 og verði nýtt sem stefnumarkandi áætlun inn í fyrirhugaða gerð nýs aðalskipulags Norðurþings.
Ég vil jafnframt leggja til að stefnumótunin verið á höndum byggðaráðs sem fer með atvinnumál.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.