Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Atvinnustefna Norðurþings
Málsnúmer 201902057Vakta málsnúmer
Til umræðu er dagskrá vinnufundar byggðarráðs sem haldinn verður n.k. laugardag, þar sem áformað er að ýta vinnu við gerð atvinnustefnu af stað.
Byggðarráð fór yfir fyrstu skref í vinnu við atvinnustefnu Norðurþings. Stefnt er að því að atvinnustefna verði staðfest í sveitarstjórn áður en fjárhagsáætlunarvinna vegna 2020 hefst.
2.Húsnæðismál og skipulag - samstarf Norðurþings og Búfesti hsf á grunni fyrri samskipta aðila
Málsnúmer 201808100Vakta málsnúmer
Til fundarins koma forsvarsmenn Búfestis hsf. og eiga samtal við byggðarráð um stöðu húsnæðisverkefnisins í samstarfi við Íbúðalánasjóð.
Byggðarráð þakkar Benedikti Sigurðarsyni og Eiríki H. Haukssyni frá Búfesti hsf. fyrir samtalið og felur sveitarstjóra að leggja drög að samkomulagi um lóðaleigu og gatnagerð fyrir byggðarráð í næstu viku.
3.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti- EFS 66. gr.sveitarstjórnarlaga - miklar fjárfestingar og skuldbindingar - Fjárhagsáætlun 2019.
Málsnúmer 201903041Vakta málsnúmer
Borist hefur bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem nefndin óskar eftir upplýsingum sveitarstjórnar Norðurþings um hvort einhver þeirra áætluðu fjárfestinga sem fram koma í fjárhagsáætlun 2019 falli undir ákvæði 66. gr. sveitarstjórnarlaga og ef svo sé að nefndinni verði sent afrit af sérstöku mati á áhrifum fjárfestingarinnar á fjárhag sveitarfélagsins til samræmis við ákvæði 66. gr. Svör óskast send nefndinni að lokinni umfjöllun sveitarstjórnar en þó eigi síðar en 45 dögum eftir dagsetningu bréfsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög að svarbréfi, og leggja fyrir ráðið.
4.Forathugun á vilja bæjarráðs/sveitarstjórnar til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Málsnúmer 201903054Vakta málsnúmer
Útlendingastofnun óskar eftir afstöðu byggðarráðs eða sveitarstjórnar til þess að gera þjónustusamning við stofnunina er snýr að félagslegri þjónustu og stuðningi við umsækjendur um alþjólega vernd, á meðan þeir bíða niðurstöðu vegna umsóknar sinnar. Þjónustan snýr m.a. að því að veita umsækjendum húsaskjól, fæði og félagslegan stuðning.
Byggðarráð vísar erindinu til umræðu í sveitarstjórn.
5.Framkvæmd sveitarfélaga á framsali ráðningarvalds
Málsnúmer 201903060Vakta málsnúmer
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á áliti umboðsmanns Alþingis frá 26. október s.l. þar sem m.a. er fjallað um heimildir sveitarstjórna til að fela öðrum aðilum innan stjórnkerfis sveitarfélaga ákvörðunarvald um ráðningu starfsmanna, en um þær er fjallað í 56. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í framhaldinu beinir ráðuneytið því til sveitarfélaga að þau yfirfari fyrirkomulag á framsali ráðningarvalds í stjórnkerfi sínu, sé það til staðar, í ljósi álits umboðsmanns Alþingis.
Lagt fram til kynningar.
6.Hækkun á hámarksbyggingarkostnaði og fleiri breytingar á reglugerð nr. 555/2016
Málsnúmer 201903042Vakta málsnúmer
Borist hefur bréf frá Íbúðalánasjóði þar sem vakin er athygli á breytingu á reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðisstofnanir og almenna íbúðir nr. 555/2016, þar sem m.a. er kveðið á um hækkun á hámarksbyggingarkostnaði almennra íbúða sem skilgreindur er í 12. gr. reglugerðarinnar.
Lagt fram til kynningar.
7.Atvinnuveganefnd Alþingi: Til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál.
Málsnúmer 201903070Vakta málsnúmer
Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:30.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undið lið 2.
Jónas Hreiðar Einarsson verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir lið 2.