Fara í efni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti- EFS 66. gr.sveitarstjórnarlaga - miklar fjárfestingar og skuldbindingar - Fjárhagsáætlun 2019.

Málsnúmer 201903041

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 285. fundur - 21.03.2019

Borist hefur bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem nefndin óskar eftir upplýsingum sveitarstjórnar Norðurþings um hvort einhver þeirra áætluðu fjárfestinga sem fram koma í fjárhagsáætlun 2019 falli undir ákvæði 66. gr. sveitarstjórnarlaga og ef svo sé að nefndinni verði sent afrit af sérstöku mati á áhrifum fjárfestingarinnar á fjárhag sveitarfélagsins til samræmis við ákvæði 66. gr. Svör óskast send nefndinni að lokinni umfjöllun sveitarstjórnar en þó eigi síðar en 45 dögum eftir dagsetningu bréfsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna drög að svarbréfi, og leggja fyrir ráðið.

Byggðarráð Norðurþings - 287. fundur - 11.04.2019

Á 285. fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi fjárfestingar sveitarfélagsins á árinu 2019 og hlutfall þeirra m.v. skatttekjur í samræmi við 66. gr. sveitarstjórnarlaga. Byggðarráð fól sveitarstjóra að vinna drög að svarbréfi og leggja fyrir ráðið.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.