Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Ársreikningur Norðurþings 2018
Málsnúmer 201904002Vakta málsnúmer
Ragnar Jóhann Jónsson endurskoðandi kemur á fund byggðarráðs og fer yfir drög að ársreikningi Norðurþings fyrir árið 2018.
2.Endurskoðun 2019 - vegna ársreiknings 2018
Málsnúmer 201904034Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur endurskoðunarskýrsla 2019 vegna UT endurskoðunar 2018.
Lagt fram til kynningar.
3.Boð um nýtingu forkaupsréttar vegna sölu á Jökli ÞH-259
Málsnúmer 201904033Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá GPG Seafood ehf. vegna forkaupsréttar sveitarfélagsins að fiskiskipinu Jökli ÞH-259.
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsréttinn að fiskiskipinu Jökli ÞH-259.
4.Framlenging á tímabundinni ráðningu hafnastjóra
Málsnúmer 201904052Vakta málsnúmer
Á 249. fundi byggðarráðs þann 20. apríl 2018 var samþykkt tímabunin skipun Þóris Arnar Gunnarssonar í starf hafnastjóra Norðurþings. Á 284. fundi byggðarráðs þann 14.mars og 90. fundi sveitarstjórnar Norðurþings þann 19. mars var samþykkt að auglýsa stöðu hafnastjóra Norðurþings. Þar sem staðan verður auglýst á næstu dögum og ljóst að ráðningu nýs hafnastjóra verður ekki lokið fyrir 23. apríl, þegar tímabundinni ráðningu núverandi hafnastjóra lýkur, leggur sveitarstjóri til að tímabundin skipun Þóris Arnar verði framlengd um fjóra mánuði eða til 23. ágústs n.k.
Byggðarráð samþykkir að framlengja tímabundna skipun Þóris Arnar í starf hafnastjóra um fjóra mánuði.
5.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti- EFS 66. gr.sveitarstjórnarlaga - miklar fjárfestingar og skuldbindingar - Fjárhagsáætlun 2019.
Málsnúmer 201903041Vakta málsnúmer
Á 285. fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi fjárfestingar sveitarfélagsins á árinu 2019 og hlutfall þeirra m.v. skatttekjur í samræmi við 66. gr. sveitarstjórnarlaga. Byggðarráð fól sveitarstjóra að vinna drög að svarbréfi og leggja fyrir ráðið.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
6.Umræða um raforkukaup sveitarfélagsins
Málsnúmer 201904044Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri fer yfir gildandi samning um kaup á raforku hjá sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir að segja upp gildandi samningi um raforkukaup við Orkusöluna. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir og undirbúa útboð.
7.Skýrsla flugklasans - mars 2019
Málsnúmer 201904042Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur skýrsla flugklasans fyrir tímabilið október 2018 til mars 2019.
Lagt fram til kynningar.
8.Forvarna- og öryggisnefnd Norðurþings 2018
Málsnúmer 201804223Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur stefna Forvarna- og öryggisnefndar Norðurþings, samanber erindisbréf nefndarinnar frá 27. apríl 2018. Nefndin hefur lokið störfum og verður öryggisnefnd Norðurþings, sem stofnuð er í samræmi við 6. gr. laga um aðbúnað hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980, kölluð saman til stofnfundar í framhaldinu.
Byggðarráð vísar stefnunni til umræðu og staðfestingar í sveitarstjórn.
9.Innheimtumál 2018
Málsnúmer 201904037Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur samantekt Motus á innheimtumálum sveitarfélagsins fyrir árið 2018.
Lagt fram til kynningar.
10.Aðalfundur Veiðifélags Litluárvatna 2019
Málsnúmer 201904030Vakta málsnúmer
Boðað er til aðalfundar í Veiðifélagi Litluárvatna þann 20. apríl n.k. kl. 11:00.
Byggðarráð felur Kristjáni Þór að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum. Til vara; Silja Jóhannesdóttir.
11.Alþingi: Til umsagnar frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál.
Málsnúmer 201904029Vakta málsnúmer
Atvinnuveganefnd Alþingis Óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. apríl n.k.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. apríl n.k.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Byggðarráð vísar ársreikningi Norðurþings 2018 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.