Frumvarp til laga um lækkun kosningaaldurs
Málsnúmer 201902107
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 282. fundur - 28.02.2019
Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarstjórnir til þess að taka til umfjöllunar beiðni sem þeim hefur borist frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögnum um frumvarp til laga um breytingar á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur) 356. mál. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0434.html
Um er að ræða endurflutt þingmál og veitti sambandið ásamt allmörgum sveitarfélögum og ungmennaráðum umsögn um málið á síðasta löggjafarþingi, þar sem m.a. var gerð alvarleg athugasemd við það af hálfu sambandsins að til stæði að afgreiða slíka lagabreytingu skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar. Rétt er að vekja athygli sveitarstjórna á því að frumvarp sem nú er lagt fram er nokkuð breytt og hefur við gerð þess verið tekið tillit til breytinga sem þá voru gerðar á frumvarpinu í meðförum allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Af hálfu sambandsins er lögð áhersla á að sveitarstjórnarmenn taki afstöðu til málsins og er markmið okkar að umsögn sambandsins um málið endurspegli eins og frekast er unnt umræðu um málið í sveitarstjórnum og í stjórn sambandsins.
Um er að ræða endurflutt þingmál og veitti sambandið ásamt allmörgum sveitarfélögum og ungmennaráðum umsögn um málið á síðasta löggjafarþingi, þar sem m.a. var gerð alvarleg athugasemd við það af hálfu sambandsins að til stæði að afgreiða slíka lagabreytingu skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar. Rétt er að vekja athygli sveitarstjórna á því að frumvarp sem nú er lagt fram er nokkuð breytt og hefur við gerð þess verið tekið tillit til breytinga sem þá voru gerðar á frumvarpinu í meðförum allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Af hálfu sambandsins er lögð áhersla á að sveitarstjórnarmenn taki afstöðu til málsins og er markmið okkar að umsögn sambandsins um málið endurspegli eins og frekast er unnt umræðu um málið í sveitarstjórnum og í stjórn sambandsins.
Byggðarráð Norðurþings telur ekki ástæðu til að lækka kosningaaldur í 16 ár í sveitarstjórnarkosningum á þeim forsendum sem lagt er upp með. Byggðarráð telur að eðlilegra sé að kosningaaldur sé hinn sami og lögræðisaldur, þ.e. 18 ár. Þó er tekið undir mikilvægi þess að markvissra aðgerða er þörf til að auka kjörsókn og efla kosningaþátttöku yngri kjósenda sérstaklega.