Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Ósk um umsögn vegna ábendingar um skaðlegar athafnir sveitarfélagsins Norðurþings
Málsnúmer 201902056Vakta málsnúmer
Samkeppniseftirlitinu hefur borist ábending f.h. Gentle Giants-Hvalaferðir ehf. vegna meintra aðgerða sveitarfélagsins Norðurþings sem haft geta skaðleg áhrif á samkeppni á markaði fyrir hvalaskoðunarferðir á Norðurlandi. Á grundvelli ábendinganna óskar Samkeppniseftirlitið eftir umsögn sveitarfélagsins og e.a. upplýsingum er varða fullyrðingar Gentle Giants-Hvalaferða og birtast í abendingu þeirra.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna umsögn og senda til Samkeppniseftirlitsins.
2.Frumvarp til laga um lækkun kosningaaldurs
Málsnúmer 201902107Vakta málsnúmer
Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarstjórnir til þess að taka til umfjöllunar beiðni sem þeim hefur borist frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögnum um frumvarp til laga um breytingar á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur) 356. mál. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0434.html
Um er að ræða endurflutt þingmál og veitti sambandið ásamt allmörgum sveitarfélögum og ungmennaráðum umsögn um málið á síðasta löggjafarþingi, þar sem m.a. var gerð alvarleg athugasemd við það af hálfu sambandsins að til stæði að afgreiða slíka lagabreytingu skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar. Rétt er að vekja athygli sveitarstjórna á því að frumvarp sem nú er lagt fram er nokkuð breytt og hefur við gerð þess verið tekið tillit til breytinga sem þá voru gerðar á frumvarpinu í meðförum allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Af hálfu sambandsins er lögð áhersla á að sveitarstjórnarmenn taki afstöðu til málsins og er markmið okkar að umsögn sambandsins um málið endurspegli eins og frekast er unnt umræðu um málið í sveitarstjórnum og í stjórn sambandsins.
Um er að ræða endurflutt þingmál og veitti sambandið ásamt allmörgum sveitarfélögum og ungmennaráðum umsögn um málið á síðasta löggjafarþingi, þar sem m.a. var gerð alvarleg athugasemd við það af hálfu sambandsins að til stæði að afgreiða slíka lagabreytingu skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar. Rétt er að vekja athygli sveitarstjórna á því að frumvarp sem nú er lagt fram er nokkuð breytt og hefur við gerð þess verið tekið tillit til breytinga sem þá voru gerðar á frumvarpinu í meðförum allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Af hálfu sambandsins er lögð áhersla á að sveitarstjórnarmenn taki afstöðu til málsins og er markmið okkar að umsögn sambandsins um málið endurspegli eins og frekast er unnt umræðu um málið í sveitarstjórnum og í stjórn sambandsins.
Byggðarráð Norðurþings telur ekki ástæðu til að lækka kosningaaldur í 16 ár í sveitarstjórnarkosningum á þeim forsendum sem lagt er upp með. Byggðarráð telur að eðlilegra sé að kosningaaldur sé hinn sami og lögræðisaldur, þ.e. 18 ár. Þó er tekið undir mikilvægi þess að markvissra aðgerða er þörf til að auka kjörsókn og efla kosningaþátttöku yngri kjósenda sérstaklega.
3.Uppfærslur á samningi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og sveitarfélaga um rekstur Náttúrustofa
Málsnúmer 201811112Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur samningur um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands milli Norðurþings, Skútustaðahrepps og Tjörneshrepps annars vegar og Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hins vegar. Samningurinn er til fimm ára, framlag ríkis til rekstursins er 20,7 m.kr. á fjárlögum árið 2019 og greiða sveitarfélögin a.m.k. 30% af framlagi ríkisins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skrifa undir samninginn.
4.Dvalarh. aldraðra - Hvammur, fundargerðir 2019
Málsnúmer 201902109Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 5. fundar stjórnar Dvalarheimilis aldraðra frá 26. febrúar 2019.
Byggðarráð tekur undir með stjórn Dvalarheimilisins og fagnar undirskrift samkomulags um uppbyggingu hjúkrunarheimilis á Húsavík sem gerð var síðastliðinn föstudag. Verkefnið er afar brýnt og því mikið gleðiefni að nú hyllir undir að framkvæmdir geti hafist við þetta framfaramál.
5.Fundargerðir Eyþings 2019-2020
Málsnúmer 201901067Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 317. fundar stjórnar Eyþings frá 15. febrúar 2019.
Lagt fram til kynningar.
6.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs
Málsnúmer 201510113Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 55. og 56. fundar Svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðar frá 1. nóvember 2018 og 28. janúar 2019.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið kl. 09:35
Fundi slitið - kl. 09:35.