Uppfærslur á samningi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og sveitarfélaga um rekstur Náttúrustofa
Málsnúmer 201811112
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 274. fundur - 06.12.2018
Samband íslenskra sveitarfélaga og umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafa undanfarið unnið að endurskoðun á samningsformi milli UAR og náttúrustofa.
Óskað er eftir að sveitarfélög sem koma að rekstri náttúrustofanna taki málið fyrir og sendi athugasemdir ef einhverjar eru fyrir 14. desember.
Óskað er eftir að sveitarfélög sem koma að rekstri náttúrustofanna taki málið fyrir og sendi athugasemdir ef einhverjar eru fyrir 14. desember.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 282. fundur - 28.02.2019
Fyrir byggðarráði liggur samningur um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands milli Norðurþings, Skútustaðahrepps og Tjörneshrepps annars vegar og Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hins vegar. Samningurinn er til fimm ára, framlag ríkis til rekstursins er 20,7 m.kr. á fjárlögum árið 2019 og greiða sveitarfélögin a.m.k. 30% af framlagi ríkisins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skrifa undir samninginn.
Byggðarráð Norðurþings - 451. fundur - 14.12.2023
Tekið fyrir erindi frá Náttúrustofu Norðausturlands þar sem vakin er athygli á því að samningur um rekstur stofunnar, milli sveitarfélaga og ríkis, rennur út í lok þessa árs.
Samningurinn er gerður árið 2019 á grundvelli 9. gr. laga nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun og náttúrustofur með síðari breytingum og gildir í 5 ár eða til ársloka 2023.
Samningurinn er gerður árið 2019 á grundvelli 9. gr. laga nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun og náttúrustofur með síðari breytingum og gildir í 5 ár eða til ársloka 2023.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vera í samtali við þá aðila sem koma að rekstri Náttúrustofu Norðausturlands ásamt Norðurþingi og gert er ráð fyrir óbreyttu framlagi.
Byggðarráð Norðurþings - 459. fundur - 21.03.2024
Fyrir byggðarráði liggur viðauki við samning milli Norðurþings, Skútustaðahrepps og Tjörneshrepps og umhverfis- og auðlindaráðuneytis um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands. Viðaukinn felur í sér framlengingu á gildistíma núverandi samnings þannig að samningurinn renni út í árslok 2024.
Byggðarráð felur sveitarsjóra að undirrita viðauka við samning um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands.