Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Rekstur Norðurþings 2024
Málsnúmer 202312117Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur í nóvember 2024 ásamt fleiri upplýsingum um rekstur sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.
2.Stafræn húsnæðisáætlun Norðurþings 2025
Málsnúmer 202412032Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði verður kynnt drög að endurskoðaðri húsnæðisáætlun 2025. Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði fer yfir drög að áætluninni.
Byggðarráð þakkar Katli fyrir kynninguna. Ráðið felur sveitarstjóra að fylgja eftir vinnu við gerð húsnæðisáætlunar og leggja fyrir ráðið að nýju í janúar.
3.Ósk um umræður um stöðu stjórnsýsluhússins
Málsnúmer 202411074Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur minnisblað fjármálastjóra og stjórnsýslustjóra vegna umræðu um málið á 149. fundi sveitarstjórnar þann 5. desember sl.
Lagt fram til kynningar.
4.Verkefnastjóri Grænn Iðngarður
Málsnúmer 202210030Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja til kynningar og umræðu þau mál sem hafa verið til skoðunar á Bakka og staða verkefnisins Græns Iðngarðs á Bakka.
Lagt fram til kynningar.
5.Uppfærslur á samningi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og sveitarfélaga um rekstur Náttúrustofa
Málsnúmer 201811112Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur viðauki við samning milli Norðurþings, Skútustaðahrepps og Tjörneshrepps og umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytis um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands. Viðaukinn felur í sér framlengingu á gildistíma núverandi samnings þannig að samningurinn renni út í árslok 2025.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka sem gildir til ársloka 2025.
6.Bréf frá Óbyggðanefnd varðandi þjóðlendumál-eyjar og sker- tilkynning frá óbyggðanefnd
Málsnúmer 202402043Vakta málsnúmer
Þann 10. október sl. barst tölvupóstur frá Óbyggðanefnd með nýjum kröfum vegna þjóðlendumálsins eyjar og sker. Kröfulýsingarfrestur fyrir þá sem eiga öndverðra hagsmuna að gæta var framlengdur til 13. janúar 2025.
Byggðarráð tók málið fyrir á 478. fundi sínum þann 17. okt. og fól sveitarstjóra að kalla eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta.
Með fundarboði fylgir minnisblað sveitarstjóra.
Byggðarráð tók málið fyrir á 478. fundi sínum þann 17. okt. og fól sveitarstjóra að kalla eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta.
Með fundarboði fylgir minnisblað sveitarstjóra.
Byggðarráð tekur málið fyrir aftur á næsta fundi sínum í janúar.
7.Fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 2024
Málsnúmer 202401054Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 7. fundar Húsavíkurstofu haldinn þann 19. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.
8.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs 2024
Málsnúmer 202403007Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja til kynningar fundargerðir Svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, frá 111. fundi 10. október, 112. fundi 8. nóvember og 113. fundi 2. desember sl. .
Lagt fram til kynningar.
9.Fundargerðir SSNE 2024
Málsnúmer 202401065Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir stjórnar SSNE 67. fundur haldinn þann 5. nóvember sl, 68. fundur haldinn þann 25. nóvember sl.
Einnig liggur fyrir byggðarráði boð á rafrænt aukaþing SSNE sem haldið verður 7. janúar nk.
Einnig liggur fyrir byggðarráði boð á rafrænt aukaþing SSNE sem haldið verður 7. janúar nk.
Lagt fram til kynningar.
10.Fundargerðir HNE 2024
Málsnúmer 202402050Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð frá 239. fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 5. desember 2024.
Lagt fram til kynningar.
11.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024
Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 958. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.
12.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024
Málsnúmer 202401083Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 959. fundar Sambands íslenska sveitarfélaga frá 29. nóvember sl.
Lagt fram til kynningar.
13.Ósk um lengdan opnunartíma 31.desember 2024
Málsnúmer 202412051Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur ósk um lengda opnun á gamlárskvöld frá Hlöðufelli.
Byggðarráð samþykkir að veita undanþágu vegna opnunartíma til kl. 04:00 aðfaranótt 1.1.2025.
14.Kiwansiklúbburinn Skjálfandi 50 ára - styrkbeiðni
Málsnúmer 202412052Vakta málsnúmer
Fyrri byggðarráði liggur erindi frá Kiwanisklúbbnum Skjálfanda vegna álagningu fasteignagjalda.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Kiwanisklúbbinn Skjálfanda um 200 þ.kr í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins.
Fundi slitið - kl. 10:30.
Undir lið nr. 3, sat fundinn Berglind Jóna Þorláksdóttir sviðsstjóri stjórnsýslu fundinn.
Áki vék af fundi kl. 10:18