Fara í efni

Stafræn húsnæðisáætlun Norðurþings 2025

Málsnúmer 202412032

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 483. fundur - 19.12.2024

Fyrir byggðarráði verður kynnt drög að endurskoðaðri húsnæðisáætlun 2025. Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði fer yfir drög að áætluninni.
Byggðarráð þakkar Katli fyrir kynninguna. Ráðið felur sveitarstjóra að fylgja eftir vinnu við gerð húsnæðisáætlunar og leggja fyrir ráðið að nýju í janúar.

Byggðarráð Norðurþings - 484. fundur - 09.01.2025

Fyrir byggðarráði liggur að vísa húsnæðisáætlun Norðurþings vegna ársins 2025 til afgreiðslu í sveitarstjórn. Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði kynnir áætlunina.
Byggðarráð samþykkir húsnæðisáætlun Norðurþings fyrir árið 2025 og vísar áætluninni til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 150. fundur - 16.01.2025

Á 484. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir húsnæðisáætlun Norðurþings fyrir árið 2025 og vísar áætluninni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Katrín, Helena, Aldey og Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi áætlun samhljóða.

Húsnæðisáætlun verður birt á vef sveitarfélagsins.