Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
Undir lið nr. 1, sátu fundinn Eva Björk Káradóttir og Huld Hafliðadóttir fulltrúar Samtaka um verndun í og við Skjálfanda.
1.Kynning á verkefni samtaka um verndun í og við Skjálfanda.
Málsnúmer 202312050Vakta málsnúmer
Á fund byggðarráðs mæta Eva Björk Káradóttir og Huld Hafliðadóttir fulltrúar Samtaka um verndun í og við Skjálfanda og kynna verkefni sem þau eru að vinna að.
Byggðarráð þakkar Evu Björk og Huld fyrir komuna á fundinn og kynninguna á starfssemi SVÍVS. Ráðið lýsir sig tilbúið til að taka þátt í áframhaldandi vinnu á síðari stigum og leggja til stuðning með því að upplýsa íbúa um verkefnið og framvindu, auk þess sem fulltrúi Norðurþings tekur þátt í verkefninu.
Fulltrí M-Listans vill bóka:
Sveitarfélagið er í þeirri vinnu að efla starfemi á Bakka og fjölga fyrirtækjum þar sem leiðir af sér meiri skipakomur flutningskipa til Húsavíkur. Einnig er vinna við markaðasetningu til á skemmtiferðaskipum til Húsavíkur.
Allir þessir þættir og fiskvinnsla er mikilvæg tekjulind fyrir sveita og hafnasjóð Norðurþings.
Umhverfismál á Skjálfandaflóa falla undir ríkisvaldið sem og á öllu Íslandi. Ég tel að það þurfi ekki millilið eins og SVÍVS sem umsagnaraaðila um umferð og umhverfismál í og við Skjálfandaflóa sem gæti mögulega farið gegn vinnu Norðurþings í að efla atvinnutækifærin.
Ég er hlynntur því að stýra skipakomu inn og út flóann svo að starfsemi hvalaskoðunar og svo aftur skemmti-, fiski- og flutningaskipa skarist ekki.
Fulltrí M-Listans vill bóka:
Sveitarfélagið er í þeirri vinnu að efla starfemi á Bakka og fjölga fyrirtækjum þar sem leiðir af sér meiri skipakomur flutningskipa til Húsavíkur. Einnig er vinna við markaðasetningu til á skemmtiferðaskipum til Húsavíkur.
Allir þessir þættir og fiskvinnsla er mikilvæg tekjulind fyrir sveita og hafnasjóð Norðurþings.
Umhverfismál á Skjálfandaflóa falla undir ríkisvaldið sem og á öllu Íslandi. Ég tel að það þurfi ekki millilið eins og SVÍVS sem umsagnaraaðila um umferð og umhverfismál í og við Skjálfandaflóa sem gæti mögulega farið gegn vinnu Norðurþings í að efla atvinnutækifærin.
Ég er hlynntur því að stýra skipakomu inn og út flóann svo að starfsemi hvalaskoðunar og svo aftur skemmti-, fiski- og flutningaskipa skarist ekki.
2.Umsókn í C.1 sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða
Málsnúmer 202212025Vakta málsnúmer
Á fundi byggðarráðs þann 9.nóvember fól ráðið sveitarstjóra að taka saman hugmyndir að umsóknum í C.1, sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða og leggja fyrir ráðið að nýju.
Með fundarboði fylgir minnisblað sveitarstjóra, tillögur til byggðarráðs um verkefni í C1.
Með fundarboði fylgir minnisblað sveitarstjóra, tillögur til byggðarráðs um verkefni í C1.
Byggðaarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að tilnefna verkefnin „lýsistankarnir á Raufarhöfn“ og „Ókannað land, Norðausturhornið í vexti“ til SSNE til umsóknar í C.1 sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.
3.Uppfærslur á samningi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og sveitarfélaga um rekstur Náttúrustofa
Málsnúmer 201811112Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Náttúrustofu Norðausturlands þar sem vakin er athygli á því að samningur um rekstur stofunnar, milli sveitarfélaga og ríkis, rennur út í lok þessa árs.
Samningurinn er gerður árið 2019 á grundvelli 9. gr. laga nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun og náttúrustofur með síðari breytingum og gildir í 5 ár eða til ársloka 2023.
Samningurinn er gerður árið 2019 á grundvelli 9. gr. laga nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun og náttúrustofur með síðari breytingum og gildir í 5 ár eða til ársloka 2023.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vera í samtali við þá aðila sem koma að rekstri Náttúrustofu Norðausturlands ásamt Norðurþingi og gert er ráð fyrir óbreyttu framlagi.
4.Ósk um endurnýjun samstarfssamnings milli Norðurhjara og Norðurþings árið 2024
Málsnúmer 202311112Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur ósk frá Norðurhjara um endurnýjun á samningi vegna ársins 2024. Framlag Norðurþings var 1.440.000 kr árið 2023.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Norðurhjara um 1.500.000 kr. á árinu 2024.
5.Endurnýjun á styrksamningi Norðurþings við Björgunarsveitina Pólstjörnuna
Málsnúmer 202312030Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja drög að nýjum rekstrarsamningi við Björgunarsveitina Pólstjörnuna á Raufarhöfn.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
6.Opnunartími stjórnsýsluhúsa Norðurþings
Málsnúmer 202305062Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar tímabundin breyting á opnunartíma stjórnsýsluhússins á Húsavík. Opnunartími verður frá 18. desember á milli kl 11- 14 nema á föstudögum þá lokar kl 12.
Lagt fram til kynningar.
7.Erindi frá Skógræktarfélagi Húsavíkur
Málsnúmer 202312039Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur ósk um stuðning við starfsemi Skógræktarfélags Húsavíkur upp á 750.000 krónur fyrir starfsárið 2024.
Byggðarráð samþykkir að styrkja starfsemi Skógræktarfélags Húsavíkur um 750.000 kr. fyrir starfsárið 2024.
8.Lokun á starfsstöð Persónuverndar á Húsavík
Málsnúmer 202312051Vakta málsnúmer
Vorið 2021 tók til starfa ný starfsstöð Persónuverndar á Húsavík og var formlega opnuð 9.september sama ár. Alls bárust 106 umsóknir um tvö ný störf hjá stofnuninni á Húsavík þegar hún tók til starfa. Nú liggur fyrir að búið er að segja þessum starfsmönnum upp og starfsstöðinni verður lokað frá áramótum.
Byggðarráð Norðurþings lýsir yfir mikilli óánægju og furðu sinni með ákvörðun Persónuverndar að segja upp tveimur starfsmönnum og loka starfsstöð sinni á Húsavík. Miðað við fjölda umsókna um störfin þegar starfsstöðin var opnuð er augljóst að eftirspurnin er til staðar og miður að niðurskurður bitni á opinberum störfum á landsbyggðunum.
9.Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings
Málsnúmer 202312054Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til umfjöllunar samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings. Taka þarf afstöðu til greiðslu fyrir setu í verkefnabundnum nefndum og starfshópum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra samþykktirnar miðað við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju.
10.Heimsókn til Danmerkur á vegum SSNE í mars 2024
Málsnúmer 202311081Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja nánari upplýsingar frá SSNE um mögulega kynnisferð sveitarfélaganna á SSNE svæðinu til Danmerkur 4.-7. mars 2024.
Óskað er eftir mögulegum fjölda þátttakenda frá Norðurþingi.
Óskað er eftir mögulegum fjölda þátttakenda frá Norðurþingi.
Byggðarráð leggur til að tilnefndir verði 2-4 fulltrúar Norðurþings á mögulega kynnisferð sveitarfélagana á SSNE svæðinu til Danmerkur.
11.Stafræn húsnæðisáætlun Norðurþings 2024
Málsnúmer 202309019Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá HMS þar sem minnt er á endurskoðun og uppfærslu stafrænna húsnæðisáætlana sveitarfélaga.
Húsnæðisáætlanir eru gerðar til 10 ára í senn en koma til endurskoðunar ár hvert og skulu staðfestar af viðkomandi sveitarstjórn. Stefnt er að því að áætlanagerð ljúki 20. janúar nk. og að niðurstöður verði síðan kynntar á opnum fundi HMS 24. janúar næstkomandi.
Húsnæðisáætlanir eru gerðar til 10 ára í senn en koma til endurskoðunar ár hvert og skulu staðfestar af viðkomandi sveitarstjórn. Stefnt er að því að áætlanagerð ljúki 20. janúar nk. og að niðurstöður verði síðan kynntar á opnum fundi HMS 24. janúar næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.
12.Frumvarp til laga um lagareldi í samráðsgátt stjórnvalda
Málsnúmer 202312052Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur minnisblað sveitarstjóra en í samráðsgátt stjórnvalda er mál nr. S-253/2023, frumvarp til laga um lagareldi, mál frá Matvælaráðuneytingu.
Málið er opið til umsagnar til 3. janúar 2024.
Málið er opið til umsagnar til 3. janúar 2024.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að móta drög að umsögn og leggja fyrir ráðið að nýju.
13.Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg
Málsnúmer 202312053Vakta málsnúmer
Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að frumvarpi til laga; Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg. Mál nr. 245/2023.
Umsagnarfrestur er til 22. desember 2023.
Umsagnarfrestur er til 22. desember 2023.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skoða málið frekar og meta hvort ástæða sé til umsagnar.
14.Fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 2021-2023
Málsnúmer 202107017Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja til kynningar fundargerðir Húsavíkurstofu frá 7. fundi þann 6. nóvember og frá 8. fundi þann 28. nóvember 2023.
Byggðarráð vill árétta að lykillin að því að útsvarsgreiðslur launafólks í sveitarfélaginu skili sér til sveitasjóðs er gott samstarf við aðila atvinnulífsins og stéttarfélög um rétta lögheimilisskráningu.
15.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs
Málsnúmer 202211036Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir Svæðisráðs norðursvæðis - 102. fundur sem var haldinn þann 25. september og 104. fundur sem haldinn var þann 27. nóvember 2023.
Lagt fram til kynningar.
16.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2023
Málsnúmer 202302028Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð 67. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 22. nóvember 2023.
Lagt fram til kynningar.
17.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023
Málsnúmer 202301065Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð 939. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 5. desember 2023.
Lagt fram til kynningar.
18.Frumvarp til laga um Náttúrufræðistofnun
Málsnúmer 202312071Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar frumvarp til laga um Náttúrufræðistofnun, 479.mál.
Byggðarráð tekur undir þau sjónarmið sem komu fram í umsögnum SSNE, Þingeyjarsveitar og NNA. Ráðið gerir einnig athugasemd við að það hafi ekki verið leitað til sveitarfélagsins um að vera umsagnaraðili um málið.
Fundi slitið - kl. 10:44.