Heimsókn til Danmerkur á vegum SSNE í mars 2024
Málsnúmer 202311081
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 449. fundur - 23.11.2023
SSNE er að skoða möguleikann á að bjóða sveitarfélögunum á svæðinu að senda kjörna fulltrúa sína í kynnisferð á vegum SSNE til Danmerkur 4. til 7. mars 2024.
Tilgangur ferðarinnar er að kynnast því hvernig sveitarfélög í Danmörku hafa tekist á við ýmis verkefni sem brenna á sveitarfélögum á Norðurlandi eystra s.s. íbúasamráð, samvinnu sveitarfélaga, samgöngumál og græna umbreytingu,
Tilkynna þarf um áhuga sveitarfélagsins og mögulegan fjölda þátttakenda til SSNE fyrir lok nóvember.
Tilgangur ferðarinnar er að kynnast því hvernig sveitarfélög í Danmörku hafa tekist á við ýmis verkefni sem brenna á sveitarfélögum á Norðurlandi eystra s.s. íbúasamráð, samvinnu sveitarfélaga, samgöngumál og græna umbreytingu,
Tilkynna þarf um áhuga sveitarfélagsins og mögulegan fjölda þátttakenda til SSNE fyrir lok nóvember.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir frekari upplýsingum um ferðina.
Byggðarráð Norðurþings - 451. fundur - 14.12.2023
Fyrir byggðarráði liggja nánari upplýsingar frá SSNE um mögulega kynnisferð sveitarfélaganna á SSNE svæðinu til Danmerkur 4.-7. mars 2024.
Óskað er eftir mögulegum fjölda þátttakenda frá Norðurþingi.
Óskað er eftir mögulegum fjölda þátttakenda frá Norðurþingi.
Byggðarráð leggur til að tilnefndir verði 2-4 fulltrúar Norðurþings á mögulega kynnisferð sveitarfélagana á SSNE svæðinu til Danmerkur.