Erindi vegna neysluvatns á Raufarhöfn
Málsnúmer 201903055
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 193. fundur - 27.05.2019
Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu vatnsveitna OH.
Framkvæmdastjóra falið að taka saman gögn um tekjur og kostnað vegna vatnsveitu á Raufarhöfn.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 194. fundur - 24.06.2019
Til kynningar fyrir stjórn OH.
Fyrir liggja gögn varðandi rekstur vatnsveitu fyrir íbúa Raufarhafnar.
Fyrir liggja gögn varðandi rekstur vatnsveitu fyrir íbúa Raufarhafnar.
Framkvæmdastjóri fór yfir rekstur vatnsveitu fyrir Raufarhöfn.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 195. fundur - 01.08.2019
Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu neysluvatnsmála á Raufarhöfn.
Staða mála kynnt.
Unnið verður áfram að lausn málsins.
Unnið verður áfram að lausn málsins.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 200. fundur - 09.12.2019
Framkvæmdastjóri fer yfir málefni er tengjast öflun neysluvatns fyrir Raufarhöfn.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu þeirra mála er tengjast vatnsveitu fyrir Raufarhöfn. Stjórn OH er fylgjandi þeirri nálgun sem sett er fram í gögnum um tillögur OH að lausn málsins.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 201. fundur - 22.01.2020
Ekki hefur náðst samkomulag um greiðslur vegna nýtingar á ferskvatni fyrir vatnsveitu Raufarhafnar við landeigengdur jarðanna Hóls og Höfða.
Fyrir stjórn OH liggur að taka ákvörðun um næstu skref í málinu.
Fyrir stjórn OH liggur að taka ákvörðun um næstu skref í málinu.
Að mati stjórnar OH ber of mikið í milli svo hægt verði að ná samkomulagi að óbreyttu. Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ítrekar fyrra tilboð félagsins um lausn málsins.