Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
1.Samkeppnislýsing vegna orkustöðvar OH
Málsnúmer 201905094Vakta málsnúmer
Dómnefnd hefur metið innsendar tillögur áhugasamra aðila í tengslum við samkeppnislýsingu orkustöðvar OH að Hrísmóum 1.
Lagður er til grundvallar rökstuðningur fyrir því að valdar tillögur verði skoðaðar betur og lagt er til að hafnar verði nánari viðræður við þá aðila.
1. Óskað er afstöðu stjórnar OH til þeirrar leiðar sem horfa skal til varðandi áframhald verkefnisins (leið 1-4 skv. samkeppnislýsingu).
2. Óskað er afstöðu stjórnar OH til niðurstöðu dómnefndar varðandi valdar tillögur, byggt á því hvaða leið verður valin í lið 1 (leið 3 eða 4 skv samkeppnislýsingu).
3. Óskað er umboðs framkvæmdastjóra til þess að hefja viðræður við valda aðila, byggt á niðurstöðu stjórnar OH við val á leiðum í liðum 1 og 2.
Lagður er til grundvallar rökstuðningur fyrir því að valdar tillögur verði skoðaðar betur og lagt er til að hafnar verði nánari viðræður við þá aðila.
1. Óskað er afstöðu stjórnar OH til þeirrar leiðar sem horfa skal til varðandi áframhald verkefnisins (leið 1-4 skv. samkeppnislýsingu).
2. Óskað er afstöðu stjórnar OH til niðurstöðu dómnefndar varðandi valdar tillögur, byggt á því hvaða leið verður valin í lið 1 (leið 3 eða 4 skv samkeppnislýsingu).
3. Óskað er umboðs framkvæmdastjóra til þess að hefja viðræður við valda aðila, byggt á niðurstöðu stjórnar OH við val á leiðum í liðum 1 og 2.
2.Viðskiptabanki Orkuveitu Húsavíkur
Málsnúmer 201906037Vakta málsnúmer
Íslandsbanki hefur gert Orkuveitu Húsavíkur ohf. tilboð í bankaviðskipti félagsins og er það lagt fyrir stjórn OH.
Til samanburðar liggja einnig fyrir þau kjör sem félagið nýtur hjá núverandi viðskiptabanka félagsins, Landsbankanum.
Óskað er eftir afstöðu stjórnar til málsins.
Til samanburðar liggja einnig fyrir þau kjör sem félagið nýtur hjá núverandi viðskiptabanka félagsins, Landsbankanum.
Óskað er eftir afstöðu stjórnar til málsins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. þakkar Íslandsbanka fyrirliggjandi tilboð.
Stjórn OH mun skoða framtíðar bankaviðskipti og tilhögun þeirra á síðari stigum.
Stjórn OH mun skoða framtíðar bankaviðskipti og tilhögun þeirra á síðari stigum.
3.Erindi vegna neysluvatns á Raufarhöfn
Málsnúmer 201903055Vakta málsnúmer
Til kynningar fyrir stjórn OH.
Fyrir liggja gögn varðandi rekstur vatnsveitu fyrir íbúa Raufarhafnar.
Fyrir liggja gögn varðandi rekstur vatnsveitu fyrir íbúa Raufarhafnar.
Framkvæmdastjóri fór yfir rekstur vatnsveitu fyrir Raufarhöfn.
4.Jarðhitaleit í Norðurþingi
Málsnúmer 201906063Vakta málsnúmer
Að undanförnu hefur farið fram umræða um kosti þess og nauðsyn að Orkuveita Húsavíkur setji meiri þunga í orkurannsóknir innan Norðurþings.
Fyrir liggur ósk um samstarf við OH varðandi jarðhitaleit í Norðurþingi frá fyrirtækinu Varmaorku og er óskað eftir afstöðu stjórnar til þess.
Fyrir liggur ósk um samstarf við OH varðandi jarðhitaleit í Norðurþingi frá fyrirtækinu Varmaorku og er óskað eftir afstöðu stjórnar til þess.
Stjórn OH þakkar áhuga Varmaorku á jarðhitaleit í Norðurþingi og felur framkvæmdastjóra að kanna frekar þær hugmyndir sem búa að baki hugmyndum um samstarf í þeim efnum.
Fundi slitið - kl. 14:40.
Stjórn OH felur framkvæmdastjóra að hefja viðræður við aðila til samræmis við niðurstöðu dómnefndar.