Áskorun vegna bólusetninga og smitsjúkdóma á Íslandi
Málsnúmer 201904133
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 31. fundur - 06.05.2019
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar ósk um að börn sem ekki hafa hafið bólusetningarferli, verði ekki tekin inn á leikskóla sveitarfélagsins og að gerð verði krafa um að öll börn innan leikskólanna séu bólusett.
Fjölskylduráð - 36. fundur - 11.06.2019
Málið var á dagskrá á 31. fundi fjölskylduráðs og því frestað. Eftirfarandi var bókað: Fjölskylduráði hefur borist listi með 80 undirskriftum þar sem óskað er eftir að börn sem ekki hafa hafið bólusetningarferil verði ekki tekin inn í leikskóla sveitarfélgasins. Ráðið þakkar bréfriturum og þeim sem skrifuðu undir listann fyrir erindið. Þeir sem rita undir listann eru flestir foreldrar leikskólabarna á Húsavík. Síðan undirskriftarlistinn barst hafa einnig borist fyrirspurnir til sveitarfélagsins frá foreldrum barna í öðrum leikskólum innan sveitarfélagsins. Sambærileg erindi hafa auk þess borist öðrum sveitarfélögum og verið tekin til afgreiðslu þar. Fjölskylduráð tekur heilshugar undir áhyggjur undirritaðra og þeirra sem leitað hafa til sveitarfélagsins vegna málanna. Ráðið telur mikilvægt að tryggja að öll börn í leikskólum sveitarfélagsins séu bólusett og tryggja þannig öryggi barnanna. Bólusetning er hins vegar í dag ekki skylduð með lögum. Ráðið hefur beint fyrirspurn varðandi málið til skrifstofu sveitarstjórnarmála í Innanríkisráðuneytinu og frestar afgreiðslu þar til álit hefur borist.
Fyrirspurn formanns ráðsins til Innanríkisráðuneytisins hefur ekki verið svarað.
Fjölskylduráð tekur eins og áður heilshugar undir áhyggjur undirritaðra og þeirra sem leitað hafa til sveitarfélagsins. Ráðið telur mikilvægt að tryggja að öll börn í leikskólum sveitarfélagsins séu bólusett og tryggja þannig öryggi barnanna. Bólusetning er hins vegar í dag ekki skylduð með lögum. Ráðið sér sér því ekki fært um að neita börnum inngöngu í leikskóla Norðurþings af þeirri ástæðu að þau séu ekki bólusett.
Fjölskylduráð tekur eins og áður heilshugar undir áhyggjur undirritaðra og þeirra sem leitað hafa til sveitarfélagsins. Ráðið telur mikilvægt að tryggja að öll börn í leikskólum sveitarfélagsins séu bólusett og tryggja þannig öryggi barnanna. Bólusetning er hins vegar í dag ekki skylduð með lögum. Ráðið sér sér því ekki fært um að neita börnum inngöngu í leikskóla Norðurþings af þeirri ástæðu að þau séu ekki bólusett.
Fjölskylduráð tekur heilshugar undir áhyggjur undirritaðra og þeirra sem leitað hafa til sveitarfélagsins vegna málanna. Ráðið telur mikilvægt að tryggja að öll börn í leikskólum sveitarfélagsins séu bólusett og tryggja þannig öryggi barnanna. Bólusetning er hins vegar í dag ekki skylduð með lögum.
Ráðið hefur beint fyrirspurn varðandi málið til skrifstofu sveitarstjórnarmála í Innanríkisráðuneytinu og frestar afgreiðslu þar til álit hefur borist.