Erindi frá Framsýn stéttarfélagi varðandi stöðuna í kjaraviðræðum SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 201907013
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 295. fundur - 11.07.2019
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Framsýn stéttarfélagi hvar vakin er athygli á þeirri stöðu sem nú ríkir í samningamálum félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum í Þingeyjarsýslum. Kjaraviðræður hafa staðið yfir við Samband íslenskra sveitarfélaga frá því í febrúar 2019, án niðurstöðu. Í bréfinu kemur fram að mikið ber á milli og vísaði Starfsgreinasamband Íslands, sem fer með samningsumboð Framsýnar, deilunni til ríkissáttasemjara þann 28. maí sl. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður 21. ágúst n.k. hjá ríkissáttasemjara.
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur að undanförnu samið við önnur sambönd og stéttarfélög um frestun viðræðna og friðarskyldu til 15. september. Samið hefur verið við þessa aðila um eingreiðlsu/innágreiðslu upp á kr. 105.000 miðað við fullt starf. Samninganefnd sveitarfélaga hefur neitað að slíkt tilboð standi til boða fyrir aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins þar sem búið væri að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara.
Þrátt fyrir þessa afstöðu samninganefndarinnar vill Framsýn fara þess á leit við sveitarfélögin á félagssvæðinu og Hvamm heimili aldraðra að þau greiði starfsmönnum sem starfa eftir kjarasamnings Starfsgreinasambands Íslands viðlíka innágreiðslu of að ofan greinir, þann 1. ágúst n.k. m.v. fullt starf.
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur að undanförnu samið við önnur sambönd og stéttarfélög um frestun viðræðna og friðarskyldu til 15. september. Samið hefur verið við þessa aðila um eingreiðlsu/innágreiðslu upp á kr. 105.000 miðað við fullt starf. Samninganefnd sveitarfélaga hefur neitað að slíkt tilboð standi til boða fyrir aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins þar sem búið væri að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara.
Þrátt fyrir þessa afstöðu samninganefndarinnar vill Framsýn fara þess á leit við sveitarfélögin á félagssvæðinu og Hvamm heimili aldraðra að þau greiði starfsmönnum sem starfa eftir kjarasamnings Starfsgreinasambands Íslands viðlíka innágreiðslu of að ofan greinir, þann 1. ágúst n.k. m.v. fullt starf.
Það er einlæg von byggðarráðs að samningsaðilar nái saman og leysi þá deilu sem uppi er sem fyrst.