Skuldastaða einstakra viðskiptavina OH
Málsnúmer 201907073
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 195. fundur - 01.08.2019
Framkvæmdasjóri OH og fjármálastjóri NÞ fara yfir skuldastöðu einstakra viðskiptavina Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Kallað er eftir afstöðu stjórnar OH til málsins.
Kallað er eftir afstöðu stjórnar OH til málsins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. mun á næsta fundi leggja fram til samþykktar, nánari reglur um innheimtu veitugjalda.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 196. fundur - 05.09.2019
Á síðasta fundi stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf., var bókað að stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. muni á næsta fundi leggja fram til samþykktar, nánari reglur um innheimtu veitugjalda.
Lögð eru fram drög að reglum um innheimtu vangoldinna veitugjalda sem taka þarf afstöðu til.
Lögð eru fram drög að reglum um innheimtu vangoldinna veitugjalda sem taka þarf afstöðu til.
Stjórn OH samþykkir að stuðst verði við drög sem liggja fyrir frá aðilum í sambærilegum rekstri varðandi innheimtu- og lokunarferli vegna vangreiddra veitugjalda.
Miðað skal við að lokunarferli hefjist, hafi greiðslur ekki borist innan 3ja mánaða frá eindaga reiknings.
Framkvæmdastjóra falið að klára uppsetningu verkferla og leggja fyrir stjórn til endanlegrar samþykktar.
Miðað skal við að lokunarferli hefjist, hafi greiðslur ekki borist innan 3ja mánaða frá eindaga reiknings.
Framkvæmdastjóra falið að klára uppsetningu verkferla og leggja fyrir stjórn til endanlegrar samþykktar.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 197. fundur - 16.10.2019
Fyrir liggur uppfærð skuldastaða stærstu skuldara Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Óskað er afstöðu stjórnar OH til innheimtu útistandandi skulda félagsins.
Óskað er afstöðu stjórnar OH til innheimtu útistandandi skulda félagsins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. fór yfir skuldastöðu viðskipavina félagsins.
Lagt er til að farið verði í lokanir til samræmis við verkferla, náist ekki samningar um greiðslufyrirkomulag útistandandi skulda.
Lagt er til að farið verði í lokanir til samræmis við verkferla, náist ekki samningar um greiðslufyrirkomulag útistandandi skulda.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 198. fundur - 06.11.2019
Umræða í stjórn um skuldastöðu einstakra viðskiptavina félagsins og eðlilegt framhald þeirra mála sem um ræðir.
Stjórn OH fór yfir samskipti og afstöðu aðila hvað varðar vangreidd veitugjöld.
Unnið verður skv. áður samþykktum verklagsreglum í tenglsum við lokanir.
Bergur óskar bókað.
Undirritaður tekur ekki þátt í ofangreindri bókun.
Bergur Elías Ágústsson.
Unnið verður skv. áður samþykktum verklagsreglum í tenglsum við lokanir.
Bergur óskar bókað.
Undirritaður tekur ekki þátt í ofangreindri bókun.
Bergur Elías Ágústsson.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 200. fundur - 09.12.2019
Ákvörðun stjórnar OH þarf að liggja fyrir varðandi næstu skref í tengslum við útistandandi skuldir einstakra viðskiptavina félagsins. Takmarkaðar greiðslur hafa borist upp í ógreiddar skuldir, en ekki liggur fyrir greiðsluáætlun að uppgjöri eftirstöðva vangreiddra veitugjalda. Ekki er því tilefni eins og málin standa, til þess að víkja frá því innheimtuferli sem samþykkt hefur verið að unnið sé eftir, nema stjórn ákveði annað.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf vísar til verklagsreglna varðandi samninga vegna vanskila.
Greiðsluáætlun vangreiddra veitugjalda þarf að liggja fyrir svo hægt sé að víkja frá lokunaraðgerðum.
Greiðsluáætlun vangreiddra veitugjalda þarf að liggja fyrir svo hægt sé að víkja frá lokunaraðgerðum.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 201. fundur - 22.01.2020
Gengið hefur verið frá samkomulagi við einstaka viðskiptavini OH um greiðslur útistandandi skulda vegna veitugjalda.
Samningar um greiðslu útistandanandi skulda einstakra viðskiptavina kynntir fyrir stjórn OH.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 210. fundur - 17.07.2020
Umræða í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf varðandi skuldastöðu einstakra viðskiptavina félagsins.
Afgreiðslu málsins er frestað til föstudagsins 24. júlí ásamt boðuðum innheimtuaðgerðum.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 214. fundur - 16.12.2020
Trúnaðarmál Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Niðurstaða færð í trúnaðarmálabók Orkuveitu Húsavíkur ohf.