Orkuveita Húsavíkur ohf
Dagskrá
Drífa Valdimarsdóttir, fjármálastjóri Norðurþings sat fundinn undir máli nr. 3.
1.Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2019
Málsnúmer 201709131Vakta málsnúmer
Fyrir liggur fyrirspurn frá Hverfisráði Raufarhafnar varðandi niðurstöður dæluprófana við holu RA-19 við íþróttamiðstöð á Raufarhöfn.
Fyrir liggur svar við fyrirspurn hverfisráðs Raufarhafnar.
Framkvæmdastjóra falið að senda svar til ráðsins.
Framkvæmdastjóra falið að senda svar til ráðsins.
2.Samkeppnislýsing vegna orkustöðvar OH
Málsnúmer 201905094Vakta málsnúmer
Framkvæmdastjóri skýrir stöðu mála varðandi samkeppnislýsingu í tengslum við raforkuframleiðslu í orkustöð að Hrísmóum 1.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála varðandi orkustöðina á Húsavík.
3.Rammasamningur OH og NÞ
Málsnúmer 201903084Vakta málsnúmer
Til umræðu og endurskoðunar er gildandi rammasamningur milli OH og Norðurþings.
Fjármálastjóri Norðurþings fór yfir og skýrði þær greiðslur sem fara á milli OH og Norðurþings skv. fyrirliggjandi rammasamningi.
Stjórn OH ítrekar að samningsaðilar setjist niður og fari yfir samkomulagið í heild sinni.
Stjórn OH ítrekar að samningsaðilar setjist niður og fari yfir samkomulagið í heild sinni.
4.Staða framkvæmda OH 2019
Málsnúmer 201905113Vakta málsnúmer
Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu helstu framkvæmda OH á yfirstandandi rekstrarári.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu helstu verkefna OH á yfirstandandi rekstrarári.
5.Skuldastaða einstakra viðskiptavina OH
Málsnúmer 201907073Vakta málsnúmer
Fyrir liggur uppfærð skuldastaða stærstu skuldara Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Óskað er afstöðu stjórnar OH til innheimtu útistandandi skulda félagsins.
Óskað er afstöðu stjórnar OH til innheimtu útistandandi skulda félagsins.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. fór yfir skuldastöðu viðskipavina félagsins.
Lagt er til að farið verði í lokanir til samræmis við verkferla, náist ekki samningar um greiðslufyrirkomulag útistandandi skulda.
Lagt er til að farið verði í lokanir til samræmis við verkferla, náist ekki samningar um greiðslufyrirkomulag útistandandi skulda.
6.Hitaveita sumarhúsa í Aðaldal
Málsnúmer 201910091Vakta málsnúmer
Nokkur áhugi virðist vera meðal sumarhúsaeigenda í Aðaldal (flugvallarsvæði), að taka hitaveitu inn á svæðið til húshitunar. Þó liggur ekki fyrir á þessum tíma sá fjöldi eigna sem tengjast myndu veitunni ef af yrði, en gera má ráð fyrir að meirihluti húseigenda þyrfti að taka þátt svo kostnaðarlega hagkvæmt sé að ráðast í þessar veituframkvæmdir. Við kostnaðarmat framkvæmda hefur farið fram frumathugun á hagkvæmum lagnaleiðum stofn- og heimæða ásamt frágangi lagna m.t.t. þess jarðvegs sem þarna er. Þær hugmyndir sem liggja fyrir hafa verið bornar undir landeiganda, en ekki liggur fyrir á þessari stundu, skoðun hans á málinu.
Áhugi sumarhúsaeigenda í Aðaldal á lagningu hitaveitu inn á svæðið, kynntur fyrir stjórn OH.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
7.Málefni Hitaveitu Öxarfjarðar
Málsnúmer 201910090Vakta málsnúmer
Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu mála hjá Hitaveitu Öxarfjarðar.
Framkvæmdastjóri fór yfir fjárhags og framkvæmdastöðu Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs.
8.Fjárhagasáætlun OH 2020
Málsnúmer 201910088Vakta málsnúmer
Fyrir liggur útgönguspá rekstrarársins 2019 og drög að rekstraráætlun OH vegna rekstrarársins 2020.
Drög að rekstraráætlun OH fyrir árið 2020 lögð fram.
Stjórn OH stefnir á að ljúka gerð gjaldskrár, ásamt lokaumræðum um rekstraráætlun ársins 2020 á næsta fundir stjórnar.
Stjórn OH stefnir á að ljúka gerð gjaldskrár, ásamt lokaumræðum um rekstraráætlun ársins 2020 á næsta fundir stjórnar.
9.Framkvæmdaáætlun OH 2020
Málsnúmer 201910089Vakta málsnúmer
Til umræðu er framkvæmdaáætlun OH vegna rekstrarársins 2020.
Drög að framkvæmdaáætlun lögð fram til umræðu.
Áætlað er að um 150 m.kr. verði varið til framkvæmda OH á árinu 2020.
Seinni umræða um framkvæmdaáætlun mun fara fram á næsta fundi stjórnar, þar sem endanleg ákvörðun verður tekin um fjárfestingarverkefnin.
Áætlað er að um 150 m.kr. verði varið til framkvæmda OH á árinu 2020.
Seinni umræða um framkvæmdaáætlun mun fara fram á næsta fundi stjórnar, þar sem endanleg ákvörðun verður tekin um fjárfestingarverkefnin.
10.Hlutafjáraukning Geosea otk 2019
Málsnúmer 201910094Vakta málsnúmer
Á hluthafafundi Sjóbaða ehf. þann 9. október 2019 var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 4.615.385 að nafnverði á genginu 13, eða 60.000.000 kr. að raunvirði. Jafnframt var samþykkt að stjórn verði falið að ákveða greiðsluskilmála og að greiðslufrestur skuli vera eigi skemmri en 2 vikur og eigi lengri en 4 vikur frá dagsetningu hluthafafundar. Greiðslufrestur er því til og með 6. nóvember n.k.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. staðfestir þáttöku OH í hlutafjáraukningu Sjóbaða ehf. og felur framkævmdastjóra að ganga frá málinu við stjórnarformann Sjóbaða.
Fundi slitið - kl. 16:45.