Fara í efni

Beiðni um stöðuleyfi fyrir átta skála á byggingarsvæði Bakka.

Málsnúmer 201908023

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 40. fundur - 13.08.2019

Stracta Construction ehf. óskar eftir stöðuleyfi fyrir átta gistiskála við Dvergabakka á Húsavík. Um er að ræða skála sem merktir eru B, C, D, F, G, H, I og J á fyrirliggjandi mynd af svæðinu. Þess er óskað að stöðuleyfi verði til 1. júlí 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð minnir á að umrædd hús eru reist á byggingarleyfi enda eru ekki lagaskilyrði til þess að veita slíkum mannvirkjum „stöðuleyfi“. Húsin eru formlega skráð eign PCC BakkiSilicon hf. Lóðir undir umræddum húsum eru nú þegar leigðar til PCC BakkiSilicon og eru skilmálar skýrir um réttindi og skyldur aðila í samningum, m.a. um afgjöld af lóðum og mannvirkjum og um skil lóðanna við lok leigutímans, sem og takmörkun á framsali lóðarréttinda. Ekki er vilji hjá ráðinu til að veita öðrum aðila byggingarleyfi fyrir húsum á svæðinu að svo stöddu. Áréttað er að Stracta Construction ehf. er ekki í neinu samningssambandi við Norðurþing um byggingar á Bakkasvæðinu og því ekki um neinar „framlengingar“ að ræða. Þannig er ekki staða til að verða við erindi Stracta Construction ehf.

Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar því erindinu.