Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðum 1-7.
1.Staða framkvæmda og fjárfestinga 2019
Málsnúmer 201905017Vakta málsnúmer
Yfirferð á stöðu framkvæmda og fjárfestinga 2019.
Lagt fram til kynningar.
2.Breyting á lóðarleigusamningi v/fyrirhugaðrar vegagerðar á Reykjaheiðarvegi
Málsnúmer 201908048Vakta málsnúmer
Fyrir liggja drög að breytingu á lóðarleigusamningi við Reykjaheiðarveg 10.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarhafa við Reykjaheiðarveg 10 verði boðin lóðarsamningur á grunni fyrirliggjandi teikninga.
3.Smávirkjanir í Þingeyjarsýslum - Frumúttekt valkosta
Málsnúmer 201908045Vakta málsnúmer
Verkfræðistofan Efla hefur unnið heildstæða frumúttekt á 30 smávirkjanakostum í Þingeyjarsýslum fyrir Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga.
Athugunin fólst í kortlagningu, mati á vatnasviði virkjunarkosta, helstu kennistærðum virkjunar, líklegum umhverfisáhrifum og tengingu við dreifikerfið. Stuðst var við fyrri athuganir, rennslismælingar og aðgengilega
kortagrunna og loftmyndir. Einnig voru farnar vettvangsferðir til að meta helstu umhverfisáhrif og aðstæður til mannvirkjagerðar. Virkjunarkostir voru flokkaðir og tillögur að frekari athugunum lagðar fram.
Athugunin fólst í kortlagningu, mati á vatnasviði virkjunarkosta, helstu kennistærðum virkjunar, líklegum umhverfisáhrifum og tengingu við dreifikerfið. Stuðst var við fyrri athuganir, rennslismælingar og aðgengilega
kortagrunna og loftmyndir. Einnig voru farnar vettvangsferðir til að meta helstu umhverfisáhrif og aðstæður til mannvirkjagerðar. Virkjunarkostir voru flokkaðir og tillögur að frekari athugunum lagðar fram.
Lagt fram til kynningar.
4.Tjaldsvæði Norðurþings.
Málsnúmer 201908042Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð fer yfir rekstur tjaldsvæðis á Húsavík.
Töluverðar úrbætur hafa verið gerðar á tjaldsvæðinu á Húsavík undanfarin ár. Jákvæður rekstur hefur meðal annars orðið til þess að hægt var að endurnýja rafkerfi og fjölga rafmagnstenglum. Þá er önnur aðstaða tjaldsvæðisins byggð upp í áföngum. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur áherslu á að tjaldsvæðum sveitarfélagsins verði áfram vel við haldið og byggð upp í samræmi við stefnu framkvæmdasviðs og fjárhagsramma framkvæmdaáætlunar ár hvert. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að upplista verklagsreglur í daglegum rekstri tjaldsvæðisins með sérstakri áherslu á háannatíma, s.s. Mærudagshelgina. Verklagsreglurnar skuli lagðar fyrir ráðið fyrir lok árs 2019.
5.Reykjaheiðarvegur - Yfirborðsfrágangur
Málsnúmer 201807037Vakta málsnúmer
Fyrir liggja uppfærð hönnunargögn vegna yfirborðsfrágangs við Reykjaheiðarveg ásamt tillögu að breytingum á afmörkun lóðar við Reykjaheiðarveg 10 sem nauðsynlegar eru í tengslum við fyrirhugaðar gatnaframkvæmdir.
Uppfærð kostnaðaráætlun ásamt magnskrá verður lögð fram til kynningar að loknum sumarfríum.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til fyrirliggjandi gagna.
Uppfærð kostnaðaráætlun ásamt magnskrá verður lögð fram til kynningar að loknum sumarfríum.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til fyrirliggjandi gagna.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gögn.
6.Beiðni um upplýsingar. Kottjörn og Litlatjörn að þurrkast upp.
Málsnúmer 201907035Vakta málsnúmer
Umhverfisstofnun hefur kallað eftir gögnum í tengslum við þau áhrif sem undangengnar dæluprófanir við borholu RA-19 á Raufarhöfn, virðast hafa haft á vatnsstöðu Kottjarnar og Litlutjarnar.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja til samþykktar drög að svari til Umhverfisstofnunar.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja til samþykktar drög að svari til Umhverfisstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að svari til Umhverfisstofnunar.
7.Verkeftirlit með byggingu nýrrar slökkvistöðvar.
Málsnúmer 201809032Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja til kynningar, fundargerðir þeirra verkfunda sem haldnir hafa verið vegna byggingar nýrrar slökkvistöðvar að Norðurgarði 5. Fyrir liggur að taka ákvörðun varðandi yfirborðsfrágang lóðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að yfirborðsfrágangur lóðar verði kláraður samhliða frágangi til samræmis við útboðsgögn.
8.Fyrirkomulag snjómoksturs í Norðurþingi
Málsnúmer 201907053Vakta málsnúmer
Fyrir liggur vinna við mótun skipulags varðandi snjómokstur í Norðurþingi og þarf þeirri vinnu, ásamt útboðsferli að að vera lokið í haust.
Fyrirkomulag útboðs varðandi snjómokstur í þéttbýli liggur nokkuð ljós fyrir, en þó þarf að taka afstöðu til þess hvort hann verði boðinn út sem heild, eða hvort um svæðisskipt útboð verði að ræða innan þéttbýlis.
Ekki liggur fyrir að hve miklu leiti sinna eigi snjómokstri í dreifbýli umfram það sem lögboðið er, en hingað til hefur snjómokstri verið sinnt þar að einhverju eða öllu leiti, í sumum tilfellum án samninga eða eftirlits.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi óskar eftir því að umræður fari fram í skipulags- og framkvæmdaráði varðandi þessi mál og í framhaldi verði tekin afstaða til þeirra svo hægt verði að klára í tíma þá vinnu sem fyrirliggjandi er.
Fyrirkomulag útboðs varðandi snjómokstur í þéttbýli liggur nokkuð ljós fyrir, en þó þarf að taka afstöðu til þess hvort hann verði boðinn út sem heild, eða hvort um svæðisskipt útboð verði að ræða innan þéttbýlis.
Ekki liggur fyrir að hve miklu leiti sinna eigi snjómokstri í dreifbýli umfram það sem lögboðið er, en hingað til hefur snjómokstri verið sinnt þar að einhverju eða öllu leiti, í sumum tilfellum án samninga eða eftirlits.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi óskar eftir því að umræður fari fram í skipulags- og framkvæmdaráði varðandi þessi mál og í framhaldi verði tekin afstaða til þeirra svo hægt verði að klára í tíma þá vinnu sem fyrirliggjandi er.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leggja fyrir ráðið drög að tillögum að fyrirkomulagi við snjómokstur bæði í dreif- og þéttbýli fyrir lok ágúst 2019.
9.Staða framkvæmda og fjárfestinga 2020
Málsnúmer 201908041Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð fer yfir verkefnalista varðandi framkvæmdir og viðhald til að leggja grunn að framkvæmdaáætlun 2020.
Lagt fram til kynningar.
10.Ágústa Ágústsdóttir eigandi Meiðavalla við Ásbyrgi óskar eftir að nýtt deiliskipulag fyrir jörðina verði fellt inn í aðalskipulag Norðurþings
Málsnúmer 201907070Vakta málsnúmer
Ágústa Ágústsdóttir, eigandi jarðarinnar Meiðavalla í Kelduhverfi hefur lagt grunn að deiliskipulagstillögu fyrir jörð sína. Hún óskar þess að tekið verði tillit til sinna hugmynda þegar kemur að endurskoðun aðalskipulags Norðurþings. Með umsókn fylgir uppdráttur og greinargerð um fyrirhugaða uppbyggingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar vel unnar hugmyndir sem hafðar verða til hliðsjónar við endurskoðun aðalskipulags.
11.Framlenging leyfis fyrir vinnubúðir Munck (LNS Saga) á Höfða 2018.
Málsnúmer 201809134Vakta málsnúmer
Munck á Íslandi óska eftir tímabundnum afnotum af lóð að Höfða 8 sem áður hýsti skrifstofuaðstöðu félagsins, svo hægt sé að sjóbúa vinnubúðaeiningar sem nú standa á lóðum nr. 14-20 og undirbúa til flutnings.
Reiknað er með að allar vinnubúðaeiningar Munck verði komnar í skip og farnar af svæðinu í lok september til samræmis við þau skilyrði sem skipulags- og framkvæmdaráð hefur sett.
Reiknað er með að allar vinnubúðaeiningar Munck verði komnar í skip og farnar af svæðinu í lok september til samræmis við þau skilyrði sem skipulags- og framkvæmdaráð hefur sett.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.
12.Umkvörtun yfir störfum byggingarfulltrúa
Málsnúmer 201908046Vakta málsnúmer
Guðmundur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Garðvíkur, sendi þann 9. ágúst s.l. bréf til Norðurþings þar sem hann gerir athugasemdir við framgang byggingarfulltrúa við störf sín við innmælingar ólöglegra vegghleðslna við Hafnarstétt 13. Jafnframt fer Guðmundur fram á að athugasemdir sínar verði birtar í fundargerð ráðsins.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kom sínum sjónarmiðum vegna málsins á framfæri með bréfi dags. 12. ágúst.
Gaukur vék af fundi við umræður og afgreiðslur þessa máls.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kom sínum sjónarmiðum vegna málsins á framfæri með bréfi dags. 12. ágúst.
Gaukur vék af fundi við umræður og afgreiðslur þessa máls.
Skipulags- og framkvæmdaráð fær ekki séð af gögnum máls að skipulags- og byggingarfulltrúi hafi farið fram með óeðlilegum hætti við úrvinnslu málsins heldur hafi hann þvert á móti sinnt sinni vinnu af kostgæfni og sanngirni. Ráðið fellst ekki á að birta athugasemdir Guðmundar í fundargerð.
13.Óska eftir leyfi til að stækka svalir, Höfðavegur 24 Húsavík
Málsnúmer 201908047Vakta málsnúmer
Anný Peta Sigmundsdóttir og Eyþór Hemmert óska eftir leyfi fyrir stækkun á svölum og yfirbyggingu við stigauppgang. Fyrir liggur teikning unnin af Erni Sigurðssyni byggingartæknifræðingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á fyrirhugaðar breytingar og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.
14.Niðurrif Laufáss í Kelduhverfi
Málsnúmer 201907068Vakta málsnúmer
Eigendur Laufáss í Kelduhverfi óska leyfis til að rífa íbúðarhúsið í ljósi þess að það er illa farið. Horft er til þess að byggja nýtt í staðinn á sama stað ef leyfi fæst.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við að húsið verði rifið í ljósi ástands þess. Förgun byggingarúrgangs skal vera í samráði við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.
15.Beiðni um stöðuleyfi fyrir átta skála á byggingarsvæði Bakka.
Málsnúmer 201908023Vakta málsnúmer
Stracta Construction ehf. óskar eftir stöðuleyfi fyrir átta gistiskála við Dvergabakka á Húsavík. Um er að ræða skála sem merktir eru B, C, D, F, G, H, I og J á fyrirliggjandi mynd af svæðinu. Þess er óskað að stöðuleyfi verði til 1. júlí 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð minnir á að umrædd hús eru reist á byggingarleyfi enda eru ekki lagaskilyrði til þess að veita slíkum mannvirkjum „stöðuleyfi“. Húsin eru formlega skráð eign PCC BakkiSilicon hf. Lóðir undir umræddum húsum eru nú þegar leigðar til PCC BakkiSilicon og eru skilmálar skýrir um réttindi og skyldur aðila í samningum, m.a. um afgjöld af lóðum og mannvirkjum og um skil lóðanna við lok leigutímans, sem og takmörkun á framsali lóðarréttinda. Ekki er vilji hjá ráðinu til að veita öðrum aðila byggingarleyfi fyrir húsum á svæðinu að svo stöddu. Áréttað er að Stracta Construction ehf. er ekki í neinu samningssambandi við Norðurþing um byggingar á Bakkasvæðinu og því ekki um neinar „framlengingar“ að ræða. Þannig er ekki staða til að verða við erindi Stracta Construction ehf.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar því erindinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar því erindinu.
16.Tillaga Umhverfisstofnunar að friðlýsingu háhitasvæðis í Gjástykki til kynningar
Málsnúmer 201907094Vakta málsnúmer
Umhverfisstofnun vinnur nú að undirbúningi friðlýsinga svæða í verndarflokki rammaáætlunar. Norðurþingi hefur verið send formlega til umsagnar tillaga að friðlýsingu Gjástykkis sem er að hluta innan Norðurþings og í eigu sveitarfélagsins. Með erindi fylgir tillaga að afmörkun verndarsvæðis frá Einbúa í vestri, Gæsafjöllum í suðvestri, Hrútafjöllum í austri og hraunjaðri í norðri.
Óskað er eftir að athugasemdum verði skilað eigi síðar en 30. október 2019.
Óskað er eftir að athugasemdum verði skilað eigi síðar en 30. október 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu málsins.
17.Ósk um leyfi til breytinga á svölum á Álfhóli 10 á Húsavík
Málsnúmer 201908040Vakta málsnúmer
Ragnar Emilsson og Aðalbjörg Sigurðardóttir óska eftir leyfi til að stækka svalir að Álfhóli 10. Fyrir fundi er rissmynd af breytingunni.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á fyrirhugaðar breytingar og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.
18.Skipulags- og matslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna Hólasandslínu 3.
Málsnúmer 201907075Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar kynnir nú skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna Hólasandslínu 3.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsingu.
Fundi slitið - kl. 16:50.