Fara í efni

Umkvörtun yfir störfum byggingarfulltrúa

Málsnúmer 201908046

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 40. fundur - 13.08.2019

Guðmundur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Garðvíkur, sendi þann 9. ágúst s.l. bréf til Norðurþings þar sem hann gerir athugasemdir við framgang byggingarfulltrúa við störf sín við innmælingar ólöglegra vegghleðslna við Hafnarstétt 13. Jafnframt fer Guðmundur fram á að athugasemdir sínar verði birtar í fundargerð ráðsins.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kom sínum sjónarmiðum vegna málsins á framfæri með bréfi dags. 12. ágúst.

Gaukur vék af fundi við umræður og afgreiðslur þessa máls.
Skipulags- og framkvæmdaráð fær ekki séð af gögnum máls að skipulags- og byggingarfulltrúi hafi farið fram með óeðlilegum hætti við úrvinnslu málsins heldur hafi hann þvert á móti sinnt sinni vinnu af kostgæfni og sanngirni. Ráðið fellst ekki á að birta athugasemdir Guðmundar í fundargerð.