Ósk um að lögheimilissveitarfélag greiði kennslukostnað vegna tónlistarnáms
Málsnúmer 201908093
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 40. fundur - 02.09.2019
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Tónlistarskóla Akureyrar um greiðslu kennslukostnaðar vegna tónlistarnáms Páls Hlíðars Svavarssonar.
Fjölskylduráð frestar erindinu og tekur það fyrir á næsta fundi ráðsins.
Fjölskylduráð - 41. fundur - 09.09.2019
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Tónlistarskóla Akureyrar um greiðslu kennslukostnaðar vegna tónlistarnáms Páls Hlíðars Svavarssonar. Afgreiðslu erindisins var frestað á fundi ráðsins 2. september.
Guðrún Ingimundardóttir skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur kom fyrir ráðið og bauð ráðið hana velkomna til starfa og óskaði henni velfarnaðar í störfum.
Ráðið samþykkir erindi Tónlistarskóla Akureyrar um greiðslu kennslukostnaðar vegna tónlistarnáms viðkomandi nemanda á þeim grunni að nemandinn stundaði nám við Tónlistarskóla Húsavíkur, nemandinn er með lögheimili í Norðurþingi og að nám viðkomandi nemanda stendur honum ekki til boða eins og sakir standa við Tónlistarskóla Húsavíkur,þ.e. nám í rythmískum píanóleik á miðstigi.
Ráðið felur fræðslufulltrúa í samráði við skólastjóra Tónlistarskólans á Húsavík að taka saman drög að reglum sveitarfélagsins varðandi nemendur með lögheimili í Norðurþingi sem óska eftir að stunda tónlistarnám í tónlistarskólum í öðrum sveitarfélögum.
Til samræmis við þessa ákvörðun er fræðslufulltrúa falið að sækja um framlag frá Jöfnunarsjóði í samræmi við lög um breytingu á ýmsum lögum vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemanda til tónlistarnáms.
Ráðið samþykkir erindi Tónlistarskóla Akureyrar um greiðslu kennslukostnaðar vegna tónlistarnáms viðkomandi nemanda á þeim grunni að nemandinn stundaði nám við Tónlistarskóla Húsavíkur, nemandinn er með lögheimili í Norðurþingi og að nám viðkomandi nemanda stendur honum ekki til boða eins og sakir standa við Tónlistarskóla Húsavíkur,þ.e. nám í rythmískum píanóleik á miðstigi.
Ráðið felur fræðslufulltrúa í samráði við skólastjóra Tónlistarskólans á Húsavík að taka saman drög að reglum sveitarfélagsins varðandi nemendur með lögheimili í Norðurþingi sem óska eftir að stunda tónlistarnám í tónlistarskólum í öðrum sveitarfélögum.
Til samræmis við þessa ákvörðun er fræðslufulltrúa falið að sækja um framlag frá Jöfnunarsjóði í samræmi við lög um breytingu á ýmsum lögum vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemanda til tónlistarnáms.
Fjölskylduráð - 70. fundur - 10.08.2020
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Tónlistarskóla Akureyrar um greiðslu kennslukostnaðar vegna tónlistarnáms nemanda við skólann skólaárið 2020-2021.
Samskonar erindi vegna skólaársins 2019-2020 var samþykkt á fundi fjölskylduráðs 9. september 2019.
Samskonar erindi vegna skólaársins 2019-2020 var samþykkt á fundi fjölskylduráðs 9. september 2019.
Erindi Tónlistarskóla Akureyrar um greiðslu kennslukostnaðar vegna tónlistarnáms viðkomandi nemanda er samþykkt á þeim grunni að nemandinn stundaði nám við Tónlistarskóla Húsavíkur.
Nemandinn er með lögheimili í Norðurþingi og nám viðkomandi stendur ekki til boða eins og sakir standa við Tónlistarskóla Húsavíkur.
Ráðið ítrekar bókun sína frá 41. fundi fjölskylduráðs þar sem það felur fræðslufulltrúa í samráði við skólastjóra Tónlistarskólans á Húsavík að taka saman drög að reglum sveitarfélagsins varðandi nemendur með lögheimili í Norðurþingi sem óska eftir að stunda tónlistarnám í tónlistarskólum í öðrum sveitarfélögum.
Til samræmis við þessa ákvörðun er fræðslufulltrúa falið að sækja um framlag frá Jöfnunarsjóði í samræmi við lög um breytingu á ýmsum lögum vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms.
Reglurnar skulu liggja fyrir ráðinu fyrir árslok 2020.
Nemandinn er með lögheimili í Norðurþingi og nám viðkomandi stendur ekki til boða eins og sakir standa við Tónlistarskóla Húsavíkur.
Ráðið ítrekar bókun sína frá 41. fundi fjölskylduráðs þar sem það felur fræðslufulltrúa í samráði við skólastjóra Tónlistarskólans á Húsavík að taka saman drög að reglum sveitarfélagsins varðandi nemendur með lögheimili í Norðurþingi sem óska eftir að stunda tónlistarnám í tónlistarskólum í öðrum sveitarfélögum.
Til samræmis við þessa ákvörðun er fræðslufulltrúa falið að sækja um framlag frá Jöfnunarsjóði í samræmi við lög um breytingu á ýmsum lögum vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms.
Reglurnar skulu liggja fyrir ráðinu fyrir árslok 2020.