Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Aðstaða Tónasmiðjunar í verbúðum við hafnarstétt
Málsnúmer 201908098Vakta málsnúmer
Tónasmiðjan sem rekin er af ÞÚ skiptir máli forvarnasamtökunum óskar eftir því að kynna starfsemi sína fyrir fjölskylduráði. Einnig óska samtökin eftir því að einnig eftir því að fá aðstöðu í verbúðum á Hafnarstétt á Húsavík. Hópurinn hefur þegar eina verbúð til afnota en telur starfsemi hópsins kalla á stærra húsnæði.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í að ÞÚ SKIPTIR MÁLI-forvarnarsamtök kynni starfsemi Tónasmiðjunar fyrir ráðinu og stefnt er á að ráðið heimsæki Tónasmiðjuna í verbúðum á Hafnarstétt. Ráðið felur formanni og íþrótta- og tómstundafulltrúa að finna hentugan fundartíma í samráði við samtökin.
Ráðið vísar til skipulags- og framkvæmdaráðs þeim hluta erindisins sem snýr að aðstöðu í verbúðunum.
Ráðið vísar til skipulags- og framkvæmdaráðs þeim hluta erindisins sem snýr að aðstöðu í verbúðunum.
2.Flutningur á skíðalyftu úr Skálamel í Reyðarárhnjúk
Málsnúmer 201908065Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Skíðadeild Völsungs um flutning á skíðalyftu úr Skálamel uppá Reykjaheiði.
Fjölskylduráð lýsir yfir fullum stuðningi og fagnar framtaki Skíðadeildar Völsungs, áhugasamra verktaka og sveitarfélagsins sem standa fyrir flutningi skíðalyftunar úr Skálamelnum yfir í Reyðarárhnjúk. Ráðið telur fyrirhugaða framkvæmd vera lyftistöng fyrir skíðaíþróttina á Húsavík.
3.Þátttaka foreldra í skólaakstri
Málsnúmer 201908044Vakta málsnúmer
Lagðir eru fram til samþykktar samningar við foreldra um þátttöku þeirra í skólaakstri á leiðinni Gilhagi - Öxarfjarðarskóli.
Fjölskylduráð fjallaði um samninga við foreldra um þátttöku þeirra í skólaakstri á leiðinni Gilhagi - Öxarfjarðarskóli á 39.fundi ráðsins. Samningarnir liggja nú fyrir og samþykkir ráðið samningana og vísar þeim til samþykktar í Sveitarstjórn Norðurþings.
4.Ósk um að lögheimilissveitarfélag greiði kennslukostnað vegna tónlistarnáms
Málsnúmer 201908093Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Tónlistarskóla Akureyrar um greiðslu kennslukostnaðar vegna tónlistarnáms Páls Hlíðars Svavarssonar.
Fjölskylduráð frestar erindinu og tekur það fyrir á næsta fundi ráðsins.
Fundi slitið - kl. 14:25.
Jón Höskuldsson fræðslustjóri sat fundinn undir lið 3 - 4.