Jarðgöng undir Tröllaskaga.
Málsnúmer 201909063
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 302. fundur - 26.09.2019
Borist hefur erindi frá Ólafi Jónssyni þar sem hann hvetur sveitarstjórnir og sambönd sveitarfélaga á Norðurlandi um að sameinast um það að koma á laggirnar verkefnahóp sem myndi skoða möguleika á tvennum jarðgöngum, sem færu úr Hörgárdal yfir í Skíðadal, sem er inn af Svarfaðardal, og þaðan vestur í Kolbeinsdal í Skagafirði.
Lagt fram til kynningar.