Borun eftir vatni á Höfða vegna Sjóbaða
Málsnúmer 201910173
Vakta málsnúmerOrkuveita Húsavíkur ohf - 198. fundur - 06.11.2019
Frá opnun Sjóbaða ehf, hefur verið til skoðunar að borað verði eftir vatni í nágrenni baðaðstöðu Sjóbaða ehf á Húsavíkurhöfða. Með þeirri framkvæmd væri mögulegt að færa nýtingarholu baðvatns sem nýtt er til sjóbaða, nær notandanum með tilheyrandi sparnaði í rekstri dælukerfa. Einnig standa vonir til þess að hugsanlega verði hægt að ná í heitara vatn en það sem nú er tekið úr holu FE-01 við Norðurgarð.
Samhliða yrði farið í hreinsun holu HU-05 á Húsavíkurhöfða, en gert er ráð fyrir tengingu þeirrar holu til sjóbaða.
Kallað er eftir afstöðu stjórnar OH til áðurnefndra borframkvæmda á Höfða.
Samhliða yrði farið í hreinsun holu HU-05 á Húsavíkurhöfða, en gert er ráð fyrir tengingu þeirrar holu til sjóbaða.
Kallað er eftir afstöðu stjórnar OH til áðurnefndra borframkvæmda á Höfða.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 50. fundur - 12.11.2019
Á vegum Orkvueitu Húsavíkur ohf, eru fyrirhugaðar borframkvæmdir á Höfða sem stefnt er að í lok þessa árs. Markmið þeirra borana er að kanna möguleikann á því hvort hægt verði að færa nýtingarholu baðvatns nær Sjóböðum ehf en nú er og lágmarka þannig dælukostnað við rekstur veitukerfa þeim tengdum til framtíðar. Einnig að kanna hvort hægt verði að finna heitari jarðsjó en þann sem núverandi nýtingarhola gefur.
Orkuveita Húsavíkur ohf óskar leyfis Norðurþings til áður nefndra borana á Höfða skv. forsendum meðfylgjandi gagna.
Orkuveita Húsavíkur ohf óskar leyfis Norðurþings til áður nefndra borana á Höfða skv. forsendum meðfylgjandi gagna.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir leyfisósk Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Orkuveita Húsavíkur ohf - 202. fundur - 20.02.2020
Framkvæmdastjóri kynnir frumniðurstöður borana eftir vatni á Húsavíkurhöfða sem fram fóru í janúar sl.
Framkvæmdastjóri kynnti frumniðurstöður borunar eftir heitu vatni á Höfða.
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningi við borverktaka vegna verkefnisins.