Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

50. fundur 12. nóvember 2019 kl. 14:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Bergþóra Höskuldsdóttir Skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Hjalmar Bogi situr fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Drífa Valdimarsdóttir sat fundinn undir lið nr. 1 og lið 4.
Gunnar Hrafn Gunnarsson sat fundinn undir lið nr.1. til 11.
Þórir Örn Gunnarsson sat fundinn undir lið nr. 1. til 4.
Gaukur Hjartarson sat fundinn undir lið nr. 1. til 11.
Ketill Gauti sat fundinn undir lið nr. 1. til 11.

1.Framkvæmda-, fjárhags- og viðhaldsáætlun framkvæmdasviðs 2020

Málsnúmer 201908041Vakta málsnúmer

5. umræða í skipulags- og framkvæmdaráði um framkvæmda-, fjárhags- og viðhaldsáætlun framkvæmdasviðs Norðurþings fyrir árið 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kostnaðargreina uppbyggingu vegar að skíðasvæði við Reyðarárhnjúk.

2.Framkvæmdaáætlun hafna 2020

Málsnúmer 201908059Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tillaga að framkvæmdaáætlun fyrir hafnir Norðurþings árið 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að Hafnasjóði Norðurþings verði tryggt nægt framkvæmdafé til að geta hafið framkvæmdir við Þvergarð sem nú eru komnar á samgönguáætlun. Þá verði einnig gert ráð fyrir fyrsta áfanga á viðgerðum á Norðurhafnarsvæði og lagfæringum á þekju Bökugarðs. Þó með fyrirvara um þátttöku Hafnabótasjóðs í framkvæmdum á Bökugarði.

Greinargerð:
Framkvæmdir við Þvergarð á Húsavíkurhöfn eru inni á áætlun Hafnabótasjóðs fyrir árið 2020. Um er að ræða mjög mikilvægar framkvæmdir þar sem þörf á viðhaldi er orðin mikil. Einnig myndi lenging Þvergarðsins stórbæta möguleika hafnarinnar á móttöku stærri og fleiri skipa og í leiðinni hindra sandburð inn að hafnarminni. Þá eru viðgerðir á Norðurhafnarsvæði og á þekju Bökugarðs nauðsynlegar fyrir þá innviði sem þurfa sannarlega að vera til staðar til að hafnaraðstaðan sé í stakk búin að þjónusta þá starfsemi sem þangað leitar. Ljóst er að hagsmunir sveitarfélagsins eru miklir og tímabært að grípa til aðgerða í takt við það.



3.Innheimta farþegagjalda

Málsnúmer 201609019Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tillaga að bréfi sem senda á til þeirra fyrirtækja sem skulda eldri farþegagjöld til hafnasjóðs Norðurþings. Uppleggið byggir á samkomulagi sem öðrum skuldurum farþegagjalda hefur verið boðið.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur hafnastjóra í umboði hafnasjóðs að senda út fyrirliggjandi bréf og ítreka þannig samsvarandi boð sem sent var til viðeigandi aðila í júlí 2018.

4.Eftirlitsskýrsla Umhverfisstofnunar vegna sorpmóttöku í Víðimóum 3, Húsavík

Málsnúmer 201907071Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var óskað eftir kostnaðartölum í tengslum við athugasemdir úr eftirlitsskýrslu Umhverfisstofnunar vegna sorpmóttöku í Víðimóum 3.
Kostnaðartölur liggja ekki fyrir að svo stöddu en mikilvægt er ráðið taki afstöðu til framkvæmdanna engu að síður
Fyrir ráðinu liggur minnisblað frá verkefnastjóra framkvæmdasviðs þar sem lagðar eru fram tímasettar tillögur að úrbótum til þess að mæta kröfum Umhverfisstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögur verkefnastjóra þrátt fyrir að kostnaðaráætlanir liggi ekki fyrir að svo stöddu. Tímaáætlunin er samþykkt. Ráðið óskar eftir að kostnaðartölur verði lagðar fram um leið og þær liggja fyrir.

5.Borun eftir vatni á Höfða vegna Sjóbaða

Málsnúmer 201910173Vakta málsnúmer

Á vegum Orkvueitu Húsavíkur ohf, eru fyrirhugaðar borframkvæmdir á Höfða sem stefnt er að í lok þessa árs. Markmið þeirra borana er að kanna möguleikann á því hvort hægt verði að færa nýtingarholu baðvatns nær Sjóböðum ehf en nú er og lágmarka þannig dælukostnað við rekstur veitukerfa þeim tengdum til framtíðar. Einnig að kanna hvort hægt verði að finna heitari jarðsjó en þann sem núverandi nýtingarhola gefur.
Orkuveita Húsavíkur ohf óskar leyfis Norðurþings til áður nefndra borana á Höfða skv. forsendum meðfylgjandi gagna.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir leyfisósk Orkuveitu Húsavíkur ohf.

6.Fannar Goði Ölversson óskar eftir að ruslatunnum verði fjölgað í Húsavíkurbæ.

Málsnúmer 201911027Vakta málsnúmer

Fannar Goði telur að fjölga þurfi ruslatunnum á Húsavík. Fáar ruslatunnur séu í bænum og flest allar á sama stað. Hann leggur til að láta a.m.k. eina tunnu í hvert hverfi í bænum.
Ráðið þakkar ábendinguna og bendir á að unnið hafi verið að fjölgun á ruslatunnum í bænum síðastliðið ár.

7.Heiðrún Magnúsdóttir og Marý Anna Guðmundsdóttir óska eftir að settur verði upp vatnspóstur með neysluvatni til drykkjar fyrir almenning á Húsavík.

Málsnúmer 201911033Vakta málsnúmer

Heiðrún og Marý Anna leggja til að hafa póstinn við hlið taflborðsins í miðbænum eða að skoða aðrar staðsetningar. Þær telja að þetta yrði jákvætt fyrir ferðamenn sem koma hingað í bæinn.
Heiðar Halldórsson og Guðmundur Halldórsson viku af fundi undir þessum lið.
Vegna takmarkaðs framkvæmdafjár árið 2020 sér ráðið sér ekki fært að verða við erindinu.
Ásta og Silja óska bókað "við hvetjum bréfritara til að halda áfram að beita sér fyrir verkefninu og leita annarra fjármögnunarleiða."

8.Elísa Dröfn Gunnólfdóttir f.h. hlutaðeigandi aðila óskar eftir girtu hundasvæði á Húsavík til þess að geta löglega leyft hundum sínum að hlaupa lausum.

Málsnúmer 201911034Vakta málsnúmer

Óskað er eftir afgirtu hundasvæði á Húsavík. Hundaeigendur á Húsavík vilja hundasvæði til þess að geta löglega leyft hundi sínum að hlaupa lausum innan lokaðs svæðis. Hundaeigendur myndu bera ábyrgð á að halda svæðinu hreinu og reglur yrðu settar um umgengni.
Ráðið þakkar erindið en vísar til fyrri afgreiðslu ráðsins frá 5. mars 2019 þar sem ekki eru taldar forsendur til að fara í framkvæmdina.

9.Elsa Dögg Stefánsdóttir og Henný Birgitta Kristjánsdóttir óska eftir að gangbrautir verði gerðar sýnilegri og útsýni við gatnamót verið bætt.

Málsnúmer 201911032Vakta málsnúmer

Elsa Dögg og Henný benda á að gera þurfi gangbrautir meira áberandi og bæta útsýnið á gatnamótum t.d. með speglum. Bæta þurfi útsýnið við gatnamótin við N1, neðri - Uppsalaveg, Hjarðarhól - Garðarsbraut og á Ásgarðsveginum.
Ráðið þakkar erindið og vísar innsendum athugasemdum til framkvæmda- og þjónustufulltrúa.

10.Ábending vegna gangstéttar við Garðarsbraut 6

Málsnúmer 201911040Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur ábending um slysahættu við gangstétt á Garðarsbraut næst veitingastaðnum Sölku.
Guðbjartur Benediktsson mætti á fund ráðsins f.h. Sölkuveitinga ehf.

Ráðið tekur undir þær athugasemdir sem komið hafa fram og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útfæra merkingar og leggja fyrir ráðið að nýju.

11.Yfirmatráður Borgarhólsskóla óskar eftir að keyptur verði hitakassi eða gufuofn fyrir eldhús mötuneytis.

Málsnúmer 201911035Vakta málsnúmer

Lagt er til í erindinu að keyptur verði annað hvort gufuofn eða hitakassi til að leysa úr brýnni þörf í mötuneyti.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að keyptur verði gufuofn fyrir mötuneytið.

Fundi slitið - kl. 16:00.