Bótakröfur Fasteignafélags Húsavíkur ehf. og Gistiheimilis Húsavíkur ehf.
Málsnúmer 201911017
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 307. fundur - 07.11.2019
Örlygur Hnefill Örlygsson og Örlygur Hnefill Jónsson hafa lagt fram bótakröfu fyrir hönd Gistiheimilis Húsavíkur ehf. og Fasteignafélags Húsavíkur ehf. vegna tjóns sem þeir telja að félög þeirra hafi orðið fyrir vegna mistaka við hönnun og stjórnun gatnaframkvæmda á Höfða sem átti að ljúka 1. júlí 2018 en lauk ekki fyrr en í lok október 2018.
Byggðarráð Norðurþings - 308. fundur - 14.11.2019
Á 307. fundi byggðarráðs voru teknar fyrir bótakröfur Örlygs H Hnefils Örlygssonar og Örlygs Hnefils Jónssonar fyrir hönd Gistiheimilis Húsavíkur ehf. og Fasteignafélags Húsavíkur ehf. vegna tjóns sem þeir telja að félög þeirra hafi orðið fyrir vegna mistaka við hönnun og stjórnun gatnaframkvæmda á Höfða sem átti að ljúka 1. júlí 2018 en lauk ekki fyrr en í lok október 2018.
Á fundi ráðsins var bókað;
Fyrir byggðarráði liggur minnisblað lögfræðings sem fært er í trúnaðarmálabók.
Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins að vinna drög að svari við erindinu og leggja þau fyrir ráðið í næstu viku.
Fyrir byggðarráði liggja nú drög að svarbréfum.
Á fundi ráðsins var bókað;
Fyrir byggðarráði liggur minnisblað lögfræðings sem fært er í trúnaðarmálabók.
Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins að vinna drög að svari við erindinu og leggja þau fyrir ráðið í næstu viku.
Fyrir byggðarráði liggja nú drög að svarbréfum.
Byggðarráð hafnar bótakröfunum og felur sveitarstjóra að svara erindunum í samræmi við fyrirliggjandi drög að svarbréfum og gæta hagsmuna sveitarfélagsins í samráði við lögfræðing þess.
Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins að vinna drög að svari við erindinu og leggja þau fyrir ráðið í næstu viku.