Athugun á virkjun vinds á Hólaheiði í Norðurþingi
Málsnúmer 201911021
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 308. fundur - 14.11.2019
Til fundar við byggðarráð koma gestir frá Arctic Hydro og samstarfsaðilum innan lands sem kynna fyrir ráðinu hugmyndir að uppbyggingu vindmyllugarðs innan marka sveitarfélagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 53. fundur - 17.12.2019
Quadran Development Iceland ehf. óskar stöðuleyfis fyrir mastur til veðurathugana á Hólaheiði í Núpasveit. Meðfylgjandi umsókn eru upplýsingar um gerð mastursins og þann búnað sem ætlað er að setja upp á mastrinu. Ennfremur liggur fyrir hnitsett afstöðumynd. Fyrir liggur samþykki eigenda Katastaða, Presthóla og Efri Hóla fyrir mastrinu.
Fyrir liggur umsögn Samgöngustofu dags. 16. desember 2019. Samgöngustofa leggst ekki gegn erindinu, en gerir þá kröfu að mastrið verði merkt sem hindrun til samræmis við "Ákvörðun Samgöngustofu nr. 1/2019 um lýsingu og merkingu hindrana sem gætu talist ógn við flugöryggi". Ennfremur áréttar Samgöngustofa að farið verði að kröfum laga um loftferðir og reglugerða settum á þeim grunni. Lögð er áhersla á að við fyrirhugaða framkvæmd verði tekið tillit til reglugerðar um flugvelli nr. 464/2007 og reglugerð nr. 75/2016 um kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða flugvelli. Loks vekur Samgöngustofa sérstaka athygli á 68. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir.
Fyrir liggur umsögn Samgöngustofu dags. 16. desember 2019. Samgöngustofa leggst ekki gegn erindinu, en gerir þá kröfu að mastrið verði merkt sem hindrun til samræmis við "Ákvörðun Samgöngustofu nr. 1/2019 um lýsingu og merkingu hindrana sem gætu talist ógn við flugöryggi". Ennfremur áréttar Samgöngustofa að farið verði að kröfum laga um loftferðir og reglugerða settum á þeim grunni. Lögð er áhersla á að við fyrirhugaða framkvæmd verði tekið tillit til reglugerðar um flugvelli nr. 464/2007 og reglugerð nr. 75/2016 um kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða flugvelli. Loks vekur Samgöngustofa sérstaka athygli á 68. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir mastrinu í erindi og samþykkir stöðuleyfi fyrir því til eins árs í senn að því gengnu að fylgt verði leiðbeiningum Samgöngustofu gagnvart flugöryggi.
Byggðarráð þakkar þeim fyrir kynningar sínar og felur sveitarstjóra að undirbúa gögn um framvindu málanna til kynningar hjá ráðum sveitarfélagsins.